Afsökunarbeiðni

Eftir tónleika Skálmaldar á Sódómu í kvöld sé ég ástæðu til að biðja lesendur mína afsökunar. Það er ljóst að í þessari grein hér á undan hélt ég of mikið aftur af mér og sagði í reynd bara hálfan sannleika. Þessi hljómsveit er einfaldlega sú langbesta sem hefur komið fram á Íslandi.

Hljómsveitir verða ekki mældar eingöngu af plötum heldur er tónleikaframmistaða þeirra lykilatriði. Eftir að hafa séð Skálmöld spila í annað skipti er ljóst að við hógværari lýsingarorð verður ekki unað og ég biðst innilegrar afsökunar að hafa ekki komið því nógu greinilega á framfæri í fyrri pistli að hér væri um að ræða það langbesta sem gerst hefur í íslenskri tónlistarsögu.

Vona að tilraun mín til hófstillingar í fyrri pistli verði mér ekki aldurtila en í kvöld missti ég heyrnina og það var fyllilega þess virði.  Núna heyri ég til að mynda 75% suð og 25% eitthvað sem minnir á eðlilega heyrn. Ég festi eitthvað á filmu á litla Ixus og mun koma því skilmerkilega á Youtube við tækifæri en minniskortið kláraðist í hálfri Kvaðningu þannig að enn á ný mistekst mér að koma þeirri epík á vefinn. Fyrir næstu tónleika verður gripið til tæknilegra aðgerða, það er ljóst.

Svo fólk haldi ekki að ég sé einn, snargeðveikur tölvunörd í Grafarvogi að missa mig yfir þessari hljómsveit, er vert að geta að meðal dolfallinna í kvöld var biskupsdóttir og kvenkyns ljóshærður lögfræðingur tryggingafélags ásamt nokkuð fyrirsjáanlegum trylltum karlmönnum. Það segir sína sögu. Þeir sem mæta verða dolfallnir, burtséð frá fyrri áhuga á tónlist, háralit, aldri eða stöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju hef ég ekki fengið neina pappíra um þetta?

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 01:54

2 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Facebook Konni! Þú missir auðvitað af hálfu lífinu með því að halda þig þar fyrir utan!

Karl Hreiðarsson, 20.8.2010 kl. 06:57

3 identicon

Facebook? Ég hef ekki fengið neina pappíra um það.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 07:37

4 identicon

"...burtséð frá fyrri áhuga á tónlist, háralit, aldri eða stöðu"   ...má ég svo einnig bæta við líkamlegu ásigkomulagi inn í þessa setningu. Því þarna voru menn í hjólastólum og í það minnsta einn þungaður kvenmaður kominn talsvert á leið. En sem liður í góðu uppeldi, þar sem dagljóst er að króginn er farinn að heyra ósköp vel, þá var hreinlega ekkert annað í stöðunni en að mæta og leggja línurnar strax í byrjun. Varð meira að segja fyrir aðkasti í dyrunum af starfsmanni staðarins sem leit á mig undrunaraugum (hélt sjálfsagt að ég væri á leiðinni á Borgardætur!) og sagði að óléttar konur væru bannaðar á Sódómu. Ég hló nú bara upp í opið geðið á honum. Hann veit greinilega lítið um gott uppeldi þessi því snemma beygist jú krókurinn.

Jóna Birna (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:26

5 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Ég skal senda þér umsóknareyðublaðið Konni, þú þarft svo að faxa það til Facebook International, ferlið tekur þetta 3-5 vikur!

Hehehe, rétt Jóna og frábær saga! Ég er ekki í vafa um að þessi tónleikaferð sé jafn góð fyrir komandi erfingja eins og 3 mánaða skammtur af fólínsýru. Það er mjög góðs viti að barnið hafi ekki ákveðið að forða sér út á þessum tímapunkti, það bendir til mikils tolerance fyrir rokklátum, en hávaðinn þarna í gær var náttúrulega ekki eðlilegur, en samt afar jákvæður. Maður á að finna fyrir innyflum hreyfast.

Karl Hreiðarsson, 20.8.2010 kl. 19:24

6 identicon

Krakkinn verður klárlega nýtt rokkgoð. Byrjaði náttúrulega að heyra á Slayer tónleikum og svo þetta... Getur ekki endað nema snilldarlega.

Jói H (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband