Að vera með bindi eða ekki og meira til

Ekki getur maður látið taka sig alvarlega sem nöldrandi kverúlant öðruvísi en að blogga um bindi alþingismanna eða hugsanlegan skort á þeim.  Hvernig fólk fær það út að það sé mikilvægur þáttur í virðingu fyrir Alþingi að karlmenn séu með hálstau er mér ofan skilningi.  Það er grunnhyggið og ber þess merki að sérstakt útlit, ákveðin ímynd af karlmanni með bindi, skipti viðkomandi meiru en innihald.  Sjálfsagt mál að gera þá kröfu að fólk sé snyrtilega klætt, en að bindi/slaufa spili lykilrullu í því er furðuleg míta.

Best ég setji þetta í annað samhengi.  Nú er Dalai Lama á leið til landsins, ef honum myndi líka svo vel hérlendis að hann ákvæði að setjast hér og bjóða sig fram til Alþingis (hann færi auðvitað fram fyrir Framsóknarflokkinn fyrst ég gaf honum þessa hugmynd),  þætti talsmönnum hálstaua Alþingi setja mikið niður ef Lama dirfðist til að mæta bindislaus?

Kannski ekki raunhæfasta dæmið.  En ef Dalai Lama getur komist með vott af virðingu í gegnum lífið bindislaus, af hverju má Þór Saari ekki gera það líka?

Breytt kl. 22:10.  Ég vissi að Dalai Lama samlíkingin væri hæpin en ekki að hún væri stolin, eða amk stolin í gáleysi!  Frúin sagðist sem sagt hafa séð þetta einhversstaðar áður Blush  Ekki man hún hvar þannig að ég heiðra viðkomandi með link þegar hann finnst!

---
Mikill fjöldi fólks hefur velt því fyrir sér á undanförnum mánuðum hvort hag þeirra sé betur borgið erlendis en á Íslandi.  Ég neita því ekki að sjálfur hefur maður haft þetta bakvið eyrað og hugsað útí þennan möguleika.  Það sem ýtir eiginlega stöðugt við mér er þetta gríðarlega framboð á neikvæðri umræðu.  Enda hef ég heyrt í mörgum viðtölum við brottflutta samlanda hvað þeir eru fegnir að komast "útúr þessu andrúmslofti".  Vissulega eru erfiðleikar í efnahagslífi nágrannalandana en hérlendis eru þeir af slíkri stærðargráðu að þessi umræða gegnsýrir alla umræðu útum allt!  Ég tók þá meðvituðu ákvörðun fyrir einhverjum mánuðum að hætta að horfa á alla fréttatíma, það vissulega hjálpar, en ég get einhvern veginn ekki lokað bara augunum fyrir öllum þessum fréttum, andsk. þjóðmálaáhuginn er böl.

Síðan neita ég því ekki að það fyllir mig ákveðnu vonleysi fyrir hönd lífvænlegra fyrirtækja í landinu hvernig bankarnir og ríkið virðist vera að spila úr fyrirtækjunum sem koma í fangið á þeim.  Sbr. grein forstjóra Office1 um helgina og viðlíka ummæli fjölmargra í atvinnulífinu að undanförnu.  Það gengur ekki að þetta litla hlutfall fyrirtækja sem þrátt fyrir allt stendur vel, þurfi að fara í fyrirfram vonlausa baráttu við ríkið.  Hvort eignaumsýslufélag ríkisins sé besta lausnin á þessum vanda veit ég ekki en ég tek alvarlega ráðleggingar frá jafn reyndum sérfræðingum og hinum sænska Mats Josefsson.

---
Úff... las þetta yfir og talandi um að kasta steinum úr glerhúsi,  ég að kvarta yfir offramboði á neikvæðri umræðu og býð svo uppá þetta!  Mæli með að þið kíkið á Baggalút til að hressa ykkur við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinur,

úr því þú nefnir hér Þór Saari, þá grunar mig sterklega að hann sé haldinn ákveðinni bindisfælni, sem ég sjálfur er reyndar líka haldinn (þó svo ég hafi sést með slíkan fylgihlut endrum og eins).  Það er ekki fyrir alla að vera með blessað bindið, sem vill oft særa mann eða vera til trafala.  Þetta er því hið besta mál (þó svo mér þyki það vissulega ekki eins mikilvægt og mörg önnur mál í samfélaginu).

Og talandi um mikilvæg mál, þá botnar maður ekki alveg hvert stjórnarliðar eru að fara þessa dagana.  Hin margumtalaða og útjaskaða skjaldborg Samfylkingarinnar virðist að engu orðin og hefur nú orðið fyrir barðinu á blindum ESB-lofsöng (No worries, ég fann hana samt fyrir rest, sendi link: http://skjaldborg.is/).

Hvað er annars að frétta af VG? Ég gruna þá sterklega um að hafa gefið eftir ESB-málið í laumi, í skiptum fyrir völd eins manns, nú eins valdamesta manns Íslands (ef skoðað er hvað heyrir undir hæstvirtan fjármálaráðherra).  Á meðan Jóhanna mælir fyrir jafnaðarmannslegri inngöngu í norrænt velferðar-ESB-samfélag, and/mæla VG-menn áframhaldandi maraþonsmeðgöngu í AGS - þeir geta því sælir verið áfram á móti.  Fyrr en varir verða allir landsmenn orðnir ríkisstarfsmenn - flöt laun á liðið og morfín í æð - eintóm hamingja.

Vonandi verður þetta ekki raunin og hinu vel menntaða fólki þessa lands gefin trú á að hér verði gert eitthvað í málum heimila OG fyrirtækja, svo það neyðist ekki til að fylgja þeim eftir, sem nú þegar hafa yfirgefið landið í leit að betra lífi í gömlu heimahögunum fyrir austan.

Jón Ívar Hermannsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég nota bindi til að auka virðingu mína á sjálfum mér. Þar að auki er þetta mikið þarfaþing nú á dögum því að maður getur með bindi um háls að minnsta kosti hengt sig ef á þarf að halda með stuttum fyrirvara.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.5.2009 kl. 13:32

3 identicon

Þetta hefur verið "de ja vu" hjá konu þinni varðandi Dalai Lama  En fín myndin af þér og bindið smart.... Kv. Soffía

Soffía Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband