15 plötur á 15 mínútum

Tók loksins þátt í hinum hressandi samkvæmisleik á Facebook að telja upp 15 plötur sem maður telur að eigi ávallt eftir að fylgja manni. Í þetta má svo ekki eyða lengri tíma en 15 mínútum sem er ágætt því ég gæti vafalítið eytt heilli helgi í svona heilabrot. Hér er listinn minn, í engri sérstakri röð, en þó vissulega engin tilviljun hvaða bönd eru efst.

Pearl Jam - Vitalogy
Pearl Jam - Ten
Pearl Jam - No Code
Radiohead - OK Computer
Radiohead - In Rainbows
The Cardigans - Long gone before daylight
Skálmöld - Baldur
Maus - lof mér að falla að þínu eyra
Sigur Rós - Ágætis Byrjun
Sigur Rós - Takk...
The Libertines - The Libertines
Kiss - Alive II
Pixies - Doolittle
W.A.S.P. - The Headless Children
Anthrax - Among the living

Ég féll næstum á tíma og er löðursveittur eftir hroðalega erfiða baráttu um síðasta sætið. Hér vantar klárlega eitthvað, en þetta spannar samt ágætlega plötur sem hafa fylgt mér, sumar í rúm 20 ár, ein í 2 mánuði og allt þar á milli. Var að reyna að hafa ekki of margar með sömu hljómsveitunum en gat ekki valið á milli þannig að nokkrar sögulegar eru útí kuldanum í staðinn. Hlusta misoft á þessa gæðagripi en allar eiga það sameiginlegt að koma inn aftur og aftur, sama hvaða stefnur eru ríkjandi á playlistanum þá stundina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki auðvelt að setja saman svona lista nema með svíðandi samviskubit um að einhver sé útundan sem ekki eigi það skilið!  

Sérstaklega ánægður með Baldur, og svo auðvitað Ten, fyrsta og eina PJ platan sem ég hafði fyrir að eignast.  Ég hef nú ekki keypt mikið af plötum þar sem mér fannst mun lógískara að stela þeim af netinu heldur en að kaupa þetta útí búð.  

Best að prófa; 

Moby - Play

Pink Floyd - Dark side of the moon

Bob Dylan  - The Freewheelin

Uriah Heep – Celebration (jájá safnplata, ég veit)

Bloodhound gang – Hooray for boobies

Pearl Jam – Ten

Nirvana – Nevermind

Bruce Springsteen – Lucky town

MJ - Thriller

SYOD - Hypnotize

Sálin hans Jóns míns –  Gullna hliðið

Nada Surf - High/Low

MSP - This Is My Truth, Tell Me Yours

Sigur Rós - Takk 

Placebo – sleeping with ghosts

Hallmar (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 22:56

2 Smámynd: Jens Guð

  Karl,  listinn er góður ef við hlaupum yfir Kiss-viðbjóðinn.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 00:52

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Góður Hallmar, ég var einmitt í miklum vandræðum að koma ekki Sleeping with ghosts fyrir!

Jens, Kiss spila lykilrullu í mínu tónlistaruppeldi, þetta er bandið sem kom mér frá því að hlusta á Smjattpattana og Emil í Kattholti og yfir í metalinn!

Karl Hreiðarsson, 23.9.2010 kl. 06:59

4 identicon

hefði afgreitt þetta svona

Baldur - Skálmöld

og næstu 14 plötur með þeim.

Jens, þú ert örugglega ágætur...:)

rölli (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 09:26

5 identicon

Sterkur listi, Kalli. No Code er ein vanmetnasta Perlu-platan.

Gauti (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 12:14

6 identicon

Djöfull er hressandi að sjá hina stórgóðu Among the living ná síðasta sætinu. Gríðar góð plata.

Jói H (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:28

7 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Það er stórkostlegt að sjá KISS á listanum að ekki sé minnst á Headless children!!! Rosalegt og respect frá mér!

Þráinn Árni Baldvinsson, 15.2.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband