9.4.2008 | 23:08
Ótæmandi vasar skattborgarana
Ég er kverúlant eftir allt saman. Þrátt fyrir að sýna því ekki nokkurn áhuga í síðustu færslu að láta þotuleigu ráðherra fara í taugarnar á mér hefur það snögglega breyst. Eins og frægt er orðið fór Geir H. Haarde ásamt yfirlýsingaglaða viðskiptaráðherranum til Svíþjóðar í vikunni með einkaþotu. Nú var kostnaðurinn mun hærri en að ferðast með almenningsflugvél, öfugt við fyrra tilfellið, en nú var valinn 900 þús kr. dýrari ferðamáti skv frétt ruv.is. Þetta er 7 manna sendinefnd (þar af reyndar tveir gestir) og sagt er að með þessu sparist 1-2 vinnudagar. Nú eru menn farnir að teygja sig í afsökununum. Ég tel ekki þessa gesti með enda Þorsteinn Pálsson tæplega lífsnauðsynlegur farangur forsætisráðherra, en 1-2 vinnudagar þessara fimm starfsmanna, dagpeningar, hótel osfrv. kostar ekki 900 þús. Geir er búinn að margtaka það fram að Ríkisstjórnin hyggist ekki gera handtak vegna erfiðleika á mörkuðum (f.utan að hugsanlega auka gjaldeyrisvaraforða SÍ) þannig að ekki kaupi ég þau rök að hann þurfi bráðnauðsynlega að vera heima v.þess ástands.
Þetta er því bruðl. Ríkisstjórnin er ekki í nokkru sambandi við hvað er að gerast í þessu landi. Stíft kostnaðaraðhald er nú hjá stærstu fyrirtækjum landsins, mörg þeirra hafa sagt upp starfsfólki, enn fleiri eru með ráðningarstopp og vafalaust er víða tímabundin launafrysting þó lítið hafi heyrst af slíku ennþá. Á slíkum tímum ætti Ríkisstjórnin að sjálfsögðu að ganga fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi og sýna aðhald, ekki veitir af eftir stórkostlega kostnaðaraukningu í síðustu fjárlögum að menn færu að koma sér niðrá jörðina.
Það sem fyllti þó mælinn hjá mér og varð til þess að ég skrifaði þennan Ögmundarlega pistil er þingsályktunartillaga 14 þingmanna um að koma upp Vefmyndasafni Íslands. Kostnaðurinn við þetta gæluverkefni er áætlaður 225 milljónir fyrir utan rekstur sem er vafalaust töluverður enda þarf nú að pússa linsurnar ef þetta á að vera í lagi, halda þessu í skefjum frá skemmdarverkum osfrv. (Tek reyndar fram að þessi kostnaðartali er fengin frá Vísi.is sem er tæplega góð heimild). Þetta er auðvitað stórskemmtileg hugmynd, ég yrði fyrsti gestur en hvernig stendur á því að þessu er ekki frekar beint að þeim fjölmörgu aðilum sem hafa fjárhagslega hagsmuni af komu ferðamanna til landsins? Af hverju dettur mönnum alltaf fyrst í hug að seilast í vasa skattgreiðenda? Svarið er því miður augljóst, virðingin fyrir okkar peningum er einfaldlega ekki meiri.
Aftur í ferðalögin. Ég var að lesa þetta yfir og ég verð bara að aðgreina mig frá Ögmundi. Einkaþotum hef ég öfugt við kommúnista þessa lands mjög gaman af og fagna ég ferðalögum nýríkra (og fyrrv. nýríkra) Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll í slíkum farartækjum. Þetta er nefnilega hin besta afþreying. Ég hef eytt drjúgum tíma við glugga á Landsspítalanum í að fylgjast með þeim taka á loft og lenda, velta vöngum yfir því hver er að fara hvert og hvort tilefni sé til að kaupa hlutabréf áður en tilefni ferðarinnar spyrst út. Þær eru lygilega snöggar upp, mögnuð tæki. Geir mætti því ferðast með geimskutlu til að fara norður á Kópasker ef það er fjárhagslega hagkvæmast mín vegna.
Svona, þarna sannaði ég það, ég er minni kverúlant en Álfheiður, Ömmi og Jón Bjarna.
---
Eftir þessa alltof löngu romsu líður mér betur og þegar Unnur les þetta í fyrramálið mun henni líða enn betur yfir því að ég skuli hafa dembt þessu hingað inn frekar en að bölsótast yfir þessu þegar hún er að reyna að sofna. Það hefði reyndar verið rómantískt.
---
Mikið var nú gaman að geta gert þá frændur og austfirðinga, Stefán Boga og Snæþór, snælduvitlausa útaf austfirskum fjöllum í athugasemdunum við síðustu færslu. Það sá ég ekki fyrir þegar þessi síða var stofnuð en gefur þessu svo sannarlega gildi.
Þetta er því bruðl. Ríkisstjórnin er ekki í nokkru sambandi við hvað er að gerast í þessu landi. Stíft kostnaðaraðhald er nú hjá stærstu fyrirtækjum landsins, mörg þeirra hafa sagt upp starfsfólki, enn fleiri eru með ráðningarstopp og vafalaust er víða tímabundin launafrysting þó lítið hafi heyrst af slíku ennþá. Á slíkum tímum ætti Ríkisstjórnin að sjálfsögðu að ganga fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi og sýna aðhald, ekki veitir af eftir stórkostlega kostnaðaraukningu í síðustu fjárlögum að menn færu að koma sér niðrá jörðina.
Það sem fyllti þó mælinn hjá mér og varð til þess að ég skrifaði þennan Ögmundarlega pistil er þingsályktunartillaga 14 þingmanna um að koma upp Vefmyndasafni Íslands. Kostnaðurinn við þetta gæluverkefni er áætlaður 225 milljónir fyrir utan rekstur sem er vafalaust töluverður enda þarf nú að pússa linsurnar ef þetta á að vera í lagi, halda þessu í skefjum frá skemmdarverkum osfrv. (Tek reyndar fram að þessi kostnaðartali er fengin frá Vísi.is sem er tæplega góð heimild). Þetta er auðvitað stórskemmtileg hugmynd, ég yrði fyrsti gestur en hvernig stendur á því að þessu er ekki frekar beint að þeim fjölmörgu aðilum sem hafa fjárhagslega hagsmuni af komu ferðamanna til landsins? Af hverju dettur mönnum alltaf fyrst í hug að seilast í vasa skattgreiðenda? Svarið er því miður augljóst, virðingin fyrir okkar peningum er einfaldlega ekki meiri.
Aftur í ferðalögin. Ég var að lesa þetta yfir og ég verð bara að aðgreina mig frá Ögmundi. Einkaþotum hef ég öfugt við kommúnista þessa lands mjög gaman af og fagna ég ferðalögum nýríkra (og fyrrv. nýríkra) Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll í slíkum farartækjum. Þetta er nefnilega hin besta afþreying. Ég hef eytt drjúgum tíma við glugga á Landsspítalanum í að fylgjast með þeim taka á loft og lenda, velta vöngum yfir því hver er að fara hvert og hvort tilefni sé til að kaupa hlutabréf áður en tilefni ferðarinnar spyrst út. Þær eru lygilega snöggar upp, mögnuð tæki. Geir mætti því ferðast með geimskutlu til að fara norður á Kópasker ef það er fjárhagslega hagkvæmast mín vegna.
Svona, þarna sannaði ég það, ég er minni kverúlant en Álfheiður, Ömmi og Jón Bjarna.
---
Eftir þessa alltof löngu romsu líður mér betur og þegar Unnur les þetta í fyrramálið mun henni líða enn betur yfir því að ég skuli hafa dembt þessu hingað inn frekar en að bölsótast yfir þessu þegar hún er að reyna að sofna. Það hefði reyndar verið rómantískt.
---
Mikið var nú gaman að geta gert þá frændur og austfirðinga, Stefán Boga og Snæþór, snælduvitlausa útaf austfirskum fjöllum í athugasemdunum við síðustu færslu. Það sá ég ekki fyrir þegar þessi síða var stofnuð en gefur þessu svo sannarlega gildi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Karl, það er auðvitað kostulegt að þið þingeyingar skuluð reyna að bera saman slakkana í kringum Skjálfandann, sem fæstir ná 1000 metrum, við hin tignarlegu 1500-1800 metra fannafeykja austurlandsins (tek það fram að hæsta fjall landsins, Hvannadalshnjúkur, er einmitt skilgreindur innan fjórðungsins, auk Herðubreiðar, þannig að það er ekki nóg með að við austfirðingar eigum fallegustu fjöllin heldur eigum við líka þau hæstu. Auk þess sem við eigum lang fegurstu konurnar. Já Karl, eitthvað grunar mig að nálægð Þingeyjarsýslu við norðurpólinn hafi freðið á ykkur heilasellurnar.
Annars segi ég, ú á ríkisstjórn sem lýgur því að það hefði tekið 5 auka vinnudaga að fljúga með áætlunarflugi til Bukarest. Hverskonar lyga þvæla er það og hvers vegna sauma ekki fjölmiðlar að svona kjaftæði. Framsókn í ríkisstjórn, framsókn fyrir land og þjóð!
Skál.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 10.4.2008 kl. 12:56
Frábær skrif hjá þér Kalli. Ég verð þó að taka undir með Snæþóri að þið eigið langt í land með að komast nálægt hinum austfirsku ölpum!
Þetta með þoturnar, ég hef sjaldan heyrt aumari málflutning en þegar Geir var að reyna að réttlæta flottræfilsháttinn. Afar sannfærandi um leið og hann kemur fram í fjölmiðlum og biður landann að vera sparsamur. Það var líka hlægilegt að heyra skósveinana réttlæta þetta eins og hann Dofra sem sagði að það bara hefði ekki verið hægt annað en fara með einkaþotu því Geir og Ingibjörg áttu fund með Seðlabankanum. Halló?! Ég held að þau hafi getað fengið fund með SÍ hvenær sem er.
Best að vera ekki að ergja sig á þessu. En haltu áfram með hin mjög svo ágætu skrif þín.
Kveðja, Dagný.
Dagný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:43
Þetta snýst alls ekki um hæð.. Miklu frekar tignarleika.. T.d. Efast enginn um að Bruce Dickinson er mun tignarlegri en Manute Bol. Þó svo að Manute sé u.þ.b. hálfum metra hærri. Kinnafjölliin er tignarlegasti fjallgarður í heimi. No contest.
Jói H (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 12:28
" Auk þess sem við eigum lang fegurstu konurnar." er fjölkvæni leyft á austfjörðum?
...eru þær þá væntanlega úr þingeyjarsýslu allar þessar fögru konur sem þið eigð?
tignarleiki og reisn eru lykilorðin í fjalladeiluni miklu...hæð er bara einn angi sem taka þarf tillit til.
rodull (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.