13.4.2008 | 21:25
Ég og þú borgum þessum manni laun
Ögmundur Jónasson hefur ekki verið í sérstöku uppáhaldi undirritaðs. Það breyttist ekki við lestur á viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Eitt breyttist þó, Ögmundur fór ekki í taugarnar á mér eins og vanalega heldur finn ég hreinlega til með honum. Ögmundur leggur lykkju á leið sína til að hnýta í mann sem hefur gefið gríðarlega háar upphæðir til hinna ýmsu málefna eftir að hann efnaðist. Leyfum Ögmundi sjálfum að hafa orðið:
Björgólfi ber ekki nokkur skylda til að gefa krónu af sínum auðæfum. Hann gæti auðvitað setið bara á þeim, látið lítið fyrir sér fara, grætt enn meira og sleppt því að gefa pening til að styggja ekki alþingismann eins og Ögmund. Ögmundur sá ekki ástæðu til að nafngreina auðmenn sem ekki hafa verið jafn rausnarlegir og Björgólfur. Nei, hann sá ástæðu til að gefa í skyn að Björgólfur hefði slæma samvisku og væri að reyna að "kaupa sér velvild með aflausnarbréfum". Ekki misskilja mig, þessir nýríku menn eru ekki yfir gagnrýni hafnir og mér leiðist fátt meira en einhver helgislepja gagnvart þeim. Gott dæmi um það sem ég á við er þegar starfsmenn Stöðvar 2 taka viðtal við eigenda sinn. Aðdáun spyrlana á Jóni Ásgeiri skín svo úr augum þeirra og spurningum að maður á allt eins og von á að síðasta spurning viðtalsins verði bónorð.
Ögmundur er eins og alltof margir Íslendingar einfaldlega sjúklega öfundsjúkur. Getur ekki samglaðst öðrum sem gengur vel. Hann skýlir sér á bakvið þessa stórkostlegu klisju: "ég vil snúa aftur til jöfnuðar og gera um leið hroka, bruðl og misskiptingu útlæg". Þetta tal Ögmundar og kollega um jöfnuð er óþolandi klisja sem á að ganga í augun á ákveðnum hópi kjósenda. Hvað þýðir jöfnuður? Er hann að tala um að sá sem tekur þá ákvörðun að fara ekki í framhaldsskóla og fer frekar strax á vinnumarkaðinn eigi að hafa sömu laun og sá sem fer í 3-4 ár í framhaldsskóla, og svo í 10 ára háskólanám til að læra vera læknir með sérmenntun ? Er hann að tala um að duglegu fólki sé ekki umbunað umfram lötum? Nei, það getur varla verið, ég trúi ekki að hann sé svo blindur þó ég trúi Ögmundi til alls í þessum málum. Til að læknirinn geti borgað upp námslánin sem var safnað á launalausum árum, þá þarf hann einfaldlega að hafa há laun eftir nám, annars borgar þetta sig ekki og við fáum ekki fólk í þessi störf. Læknirinn getur þá vonandi verðlaunað sig fyrir dugnaðinn með húsi í Skálabrekkunni (eða á Arnarnesinu svo þið f.sunnan skiljið) með tíð og tíma en þar komast ekki allir að. Hvar er jöfnuðurinn þá? Veit Ögmundur ekki hvernig þær fjölmörgu sósíalísku tilraunir gengu sem reyndar voru á síðustu öld?
Jöfnuðurinn sem Ögmundur talar um snýst ekki um að hækka lægstu laun, heldur lækka hæstu laun og helst koma því þannig fyrir að allir hafi það jafn skítt svo hann þurfi ekki að horfa uppá Björgólf styrkja t.d. Ljósið, stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem ég og mín frú höfum notið mjög góðs af síðastliðið ár. Björgólfur hefur reyndar ekki flíkað því, frekar en fjölmörgum öðrum styrkjum, enda eins gott svo hann raski ekki ró þingmanna eins og Ögmundar.
Það er dásamað þegar auðmennirnir gefa fátækum, sjúkum, hrjáðum og listamönnum. Jafnvel Þjóðminjasafnið er orðið háð svona framlögum. Björgólfur er að verða einhvers konar Móðir Teresa, hann læknar og líknar en hvaðan eru peningarnir fengnir? Þeir koma frá samfélaginu og pólitíska spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvort við viljum að auðæfi samfélagsins séu til ráðstöfunar af hálfu þessara aðila í staðinn fyrir að vera undir lýðræðislegri stjórn. Völdin hafa verið færð til auðmannanna og þeir reyna að kaupa sér velvild með aflausnarbréfum.
Björgólfi ber ekki nokkur skylda til að gefa krónu af sínum auðæfum. Hann gæti auðvitað setið bara á þeim, látið lítið fyrir sér fara, grætt enn meira og sleppt því að gefa pening til að styggja ekki alþingismann eins og Ögmund. Ögmundur sá ekki ástæðu til að nafngreina auðmenn sem ekki hafa verið jafn rausnarlegir og Björgólfur. Nei, hann sá ástæðu til að gefa í skyn að Björgólfur hefði slæma samvisku og væri að reyna að "kaupa sér velvild með aflausnarbréfum". Ekki misskilja mig, þessir nýríku menn eru ekki yfir gagnrýni hafnir og mér leiðist fátt meira en einhver helgislepja gagnvart þeim. Gott dæmi um það sem ég á við er þegar starfsmenn Stöðvar 2 taka viðtal við eigenda sinn. Aðdáun spyrlana á Jóni Ásgeiri skín svo úr augum þeirra og spurningum að maður á allt eins og von á að síðasta spurning viðtalsins verði bónorð.
Ögmundur er eins og alltof margir Íslendingar einfaldlega sjúklega öfundsjúkur. Getur ekki samglaðst öðrum sem gengur vel. Hann skýlir sér á bakvið þessa stórkostlegu klisju: "ég vil snúa aftur til jöfnuðar og gera um leið hroka, bruðl og misskiptingu útlæg". Þetta tal Ögmundar og kollega um jöfnuð er óþolandi klisja sem á að ganga í augun á ákveðnum hópi kjósenda. Hvað þýðir jöfnuður? Er hann að tala um að sá sem tekur þá ákvörðun að fara ekki í framhaldsskóla og fer frekar strax á vinnumarkaðinn eigi að hafa sömu laun og sá sem fer í 3-4 ár í framhaldsskóla, og svo í 10 ára háskólanám til að læra vera læknir með sérmenntun ? Er hann að tala um að duglegu fólki sé ekki umbunað umfram lötum? Nei, það getur varla verið, ég trúi ekki að hann sé svo blindur þó ég trúi Ögmundi til alls í þessum málum. Til að læknirinn geti borgað upp námslánin sem var safnað á launalausum árum, þá þarf hann einfaldlega að hafa há laun eftir nám, annars borgar þetta sig ekki og við fáum ekki fólk í þessi störf. Læknirinn getur þá vonandi verðlaunað sig fyrir dugnaðinn með húsi í Skálabrekkunni (eða á Arnarnesinu svo þið f.sunnan skiljið) með tíð og tíma en þar komast ekki allir að. Hvar er jöfnuðurinn þá? Veit Ögmundur ekki hvernig þær fjölmörgu sósíalísku tilraunir gengu sem reyndar voru á síðustu öld?
Jöfnuðurinn sem Ögmundur talar um snýst ekki um að hækka lægstu laun, heldur lækka hæstu laun og helst koma því þannig fyrir að allir hafi það jafn skítt svo hann þurfi ekki að horfa uppá Björgólf styrkja t.d. Ljósið, stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem ég og mín frú höfum notið mjög góðs af síðastliðið ár. Björgólfur hefur reyndar ekki flíkað því, frekar en fjölmörgum öðrum styrkjum, enda eins gott svo hann raski ekki ró þingmanna eins og Ögmundar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ríkur dude gefur samtökum X 10 millur...auðvitað er betra að hækka skatt á hann og látann borga 2.5 millur af þessum 10 til ríkisins sem svo skilar 10% af því til samtaka X.
hver vill ekki að samtök X fái 250þús í stað 10 milljóna...?
...spurning hvort ég þurfi þá ekki að láta ríkið fá 1000 kallinn sem ég ætlaði að gefa til hjálparstofnun kirkjunar...ríkið er greinilega betur til þess fallið að dreifa þessu (t.a.m. í einkaþotuferðlag)...get nefnilega lofað því að ástæða þess að ég vill gefa hjálparstofnun ríkisins 1000 kr er að ég er að friða sjálfan mig, gefa sjálfum mér aflausn....á það ekki við okkur öll að vissu leyti?
hvort það er milljón eða þúsari breytir engu...
Ögmundur hleður haglarann og skýtur sig í löppina...hleður aftur og skýtur sig í hina.
jöfnuður merkir örugglega að reyna eigi að jafna sem mest lífsgæði fólks sem mest...að allir séu alltaf á sama leveli...hvort sem þýði að allir hafi það skítt eða sem best.
ekki það að þeir sem eiga mikinn pening séu eitthva betri enn aðrir...eru bara betri en sumir í að fjárfesta sitt pund...ég þykist vita að ég sé miklu betri að teikna enn Björgólfur.........
rodull (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:43
Þetta er með svo miklum ólíkindum að um stund efaðist ég hvort greinin væri skrifuð af einhverjum sem vildi koma höggi á Ögmund. En þetta eru nú sennilega hans skoðanir þrátt fyrir allt.
Er virkilega stuðningur við Ögmund meðal stóru"kanóna" Vinstri Grænna?
Ekki trúi ég því t.a.m. að ungir vinstri grænjaxlar á Íslandi lepji upp þessa vitleysu?
Á milli þess sem ég læri lexíurnar mínar þá les ég ævisögu Mao. Stórmerkileg bók. Ögmundur ræfillinn væri sjálfsagt sáttur ef við tækum upp stjórnarfar þess manns...þetta er svo kostulegt.
Kveðjur frá Montreal
Kristján Þór (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:29
Ég held að stóru kanónurnar í flokknum standi þétt að baki Ögmundar. Amk hef ég ekki heyrt neina draga neitt í land með þetta frekar en gert hefur verið hingað til með önnur furðuleg ummæli hans. Þegar hann mælti með því að bankarnir færu úr landi til að auka "jöfnuð" í landinu einbeitti Steingrímur sér að því að tala um að orð hans hefðu verið oftúlkuð frekar en að lýsa sig ósammála.
Nokkuð víst tel ég að Rölli sé betri að teikna en Björgólfur, gaman væri nú samt að sjá samkeppni þeirra á milli. Björgólfur er líklega samt slyngari peningamaður en þú Rölli.
Karl Hreiðarsson, 16.4.2008 kl. 21:15
Það er augljóst að Ögmundur er ekkert að fara að kljúfa atomið á næstunni.
Dagur (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:22
Blessaður meistari, var bara að sjá þessa síðu.....sé að kvöldið er ónýtt og ég verð að lesa síðuna og ná síðustu pistlum, frekar en að horfa á Chelsea vinna viðbjóðslega leiðinlega klúbbinn "Liverpool" 2-1 á eftir :) Hinsvegar gætir þú brosað aðeins þegar þjóðverjinn Ballack skorar... Flott síða og skemmtileg skrif hjá þér (af frammara að vera), nokkuð ljóst að Sijinn skoðar hana frekar á næstunni ;) Sammála þér með Ögmund Ömurlega annars.
Sigþór Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.