Háheilagir stjórnmálamenn

Dagur B. Eggertsson hamraði á nýja uppáhaldsfrasanum í gær, "klækjastjórnmál", og ítrekaði að þannig vinnubrögð vildu borgarbúar ekki og væntanlega ekki hann sjálfur heldur.

En hvað eru það annað en klækir að reyna að stýra atburðarásinni með þeim hætti að almenningur trúi að Tjarnarkvartettinn hafi verið möguleiki þegar nánasti samstarfsmaður Ólafs (Jakob Frímann) og einn til bera það til baka?

Hvað eru það annað en klækir að ætlast til þess að lýðræðislega kjörinn fulltrúi segi af sér svo maður komist sjálfur í borgarstjórastólastólinn aftur?  Ég hefði ekki saknað Ólafs F. úr borgarstjórn en mér þykir til nokkurs ætlast að hann hætti bara þegar ekki er fullreynt með að aðrir meirihlutamöguleikar séu fyrir hendi.

Mér sýnist að þumalputtareglan sé þessi: ef einhver gerir e-ð sem kemur mér (Degi) illa eru það klækir, ef það kemur mér vel er það ábyrg og lýðræðisleg þróun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr .... samála

Karl Þ. (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nákvæmlega. Enda benti Ragnheiður Degi kurteislega á það í Kastljósinu í gær og hann, aldrei þessu vant, skorti orð

Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Held að þú hafir hitt naglan á höfuðið þarna.

Bestu kveðjur

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 15.8.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Spurningin er þessi Karl.  "Eru vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar, síðastliðið hálft ár í borgarstjórn, sambærileg?"  Hefur Dagur selt skoðanir sínar á uppboði, hefur Dagur rofið trúnað við fólk eða flokka, hefur Dagur verið staðinn að því að vera ósannindamaður?  Árna Þór ræðir við Ólaf (hver átti upptök á því, fáum við kannski seint að vita), þar sem ljóst er að eftir trúnaðarbrest vetrarins verður Ólafur ekki á vetur setjandi, verður hann að víkja ef "Frjálslyndir" eiga að koma að borðinu.  Það hlýtur að vera augljóst mál.  Engir klækir, bara prinsippmál og Ólafur segir þá bara „Nei“ og málið dautt, ef honum hugnast ekki hugmyndin.  Hvað hefði það kallast, að bjóða Ólafi upp á endurnýjað samstarf?Framsókn lendir í strandi með Sjallanna í haust og stendur að nýjum meirihluta - Tjarnarkvartettinum, hann (Óskar) verður vitni að ótrúlegum og leið einstökum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins við myndum síðasta meirihluta, þar sem Óskar er ekki spar á lýsingarorðin, enda stefnumál Ólafs öll samþykkt, til að komast til valda.  Hvað gerist svo?  Jú það er best að verðlauna Sjallanna með þetta allt saman og halda þeim að völdum, þegar raunveruleiki samstarfsins við Ólaf ber þá ofurliði.  Er nema furða að fólk hafi fengið nóg af sumum flokkum. 

Haraldur Haraldsson, 15.8.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: Liberal

Já, hann hefur selt skoðanir sínar á uppboði, og gerði það þegar hann rauk í 100-daga stjórnina sem hafði engin málefni á sinni stefnuskrá.  Alla vega eins framarlega og hægt er að tala um að Dagur hafi skoðanir yfirhöfuð.

Já, hann hefur rofið trúnað við fólk og flokka með því að stinga upp á því að lýðræðislega kjörinn fulltrúi segi af sér svo hann sjálfur komist til valda.  Og með því að krefjast þess að varaborgarfulltrúi sem hefur sagt skilið við flokk sinn (og er varaformaður í allt öðrum flokki) taki sæti í borgarstjórn.

Af hverju eru það svo nauðsynlegt að Ólafur víki?  Annað hvort vinna flokkar og kjörnir fulltrúar saman, eða ekki.  Dagur fær ekkert að ráða því hver verður fulltrúi annara flokka, og með kröfum sínum um að Ólafur fari og Margrét komi inn er hann að hafa óeðlileg afskipti af málefnum annara flokka og lýðræðinu sjálfu.

Eru það klókindi að bjóða Framsókn í meirihluta og þeir segja já?  Er það ekki bara prinsippmál?  

Nei, það er Samfylkingin sem stundar klækjastjórnmál af miklum móð og plottar í gríð og erg í vonlausri tilraun til að koma sjálfri sér til valda í óþökk kjósenda.  Og þar fer Dr. Dagur fremstur í flokki.  

Enda sást það berlega í gær þegar honum var bent kurteisislega á það að hans athæfi væri ekkert annað en klækjastjórnmál.  Í fyrsta skipti á ævinni varð blaðurskjóðan orðlaus. 

Liberal, 15.8.2008 kl. 14:54

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stíllinn og andagiftin hjá Liberal, segir allt sem segja þarf um skrif hans.  Nú sjái fólk hlutina með þeim gleraugum sem hann gerir, þá er lítið við því að segja.  Liberal ætti kannski aðeins að draga andan djúpt og anda gegnum nefið, því einhvernvegin finnst mér eins og skoðanakannanir undanfarið séu ekki að kvitta upp á sýn hans atburðina í borgarstjórn.  En þar sem ég er alltaf tilbúinn til að hlusta á góðar rökræður, þá bið ég Liberal endilega að útskýra hvernig flokkar sem hafa stuðning innan við 30% fylgi, eru að starfa í "þökk" kjósenda.  Getur það jafnvel hugsast að þegar Samfylking mælist með næstum 50% fylgi og Sjálfstæðisflokkur 26%, að kjósendur (þið vitið þessi almenningur þarna úti) séu að senda með því skilaboð?!?!?

Haraldur Haraldsson, 15.8.2008 kl. 15:45

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað er að því ef Dagur treystir ekki Ólafi að hann segi hreint út að hann sé ekki tilbúin til að vinna með honum en að hann sé tilbúin til að vinna með flokki hans ef einhver annar komi fram fyrir hans hönd? Ef hann vill ekki starfa með Ólafi þá gerir hann það einfaldlega ekki en samt er ekkert að því að láta vita af því að hann væri alveg til í að vinna með öðrum af hans listan ef hann fengi til þess umboð. Það er þá Ólafs að ákveða hvort hann vill vera áfram í borgarstórn í minnihluta eða víkja svo að framboðslisti hans komist í meirihluta. Hann hefur tekið um það ákvörðun og því var það ekki raunhæfur kostur að endurvekja Tjarnarkvartettinn jafnvel þó Framsóknarmenn hefði verið til í það. Það er þó ekki á vísan að róa með það.

Sigurður M Grétarsson, 15.8.2008 kl. 18:03

8 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Gestur: ég verð að sjá það, treysti mér hreinlega ekki í að horfa á Kastljósið í gærkvöldi, var búinn með ráðlagðan dagsskammt af viðtölum við Dag B.

Halli: Það er náttúrulega heiður að fá þig hér inn í umræðuna!  Dagur getur haft mun betri samvisku en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, það er ekki nokkur spurning.  Mér finnst það samt klækjabragð að ætla að fá fulltrúa til að hætta til að hleypa öðrum að, manneskju sem hann hefur ekki talað við 7 mánuði eftir að leiðir þeirra skyldu.  Þér finnst það vera prinsipp, en ég sé það sem pólitíska fléttu rétt eins og fléttur íhaldsins þó óbragðið sé meira þeim megin.

Mér finnst Dagur hinsvegar ekki sinna kjósendum sínum vel þó hann sé drengur góður.  Hann segist útiloka samstarf við íhaldið og þar sem hann vill heldur ekki starfa með Ólafi F er hann búinn að koma Samfylkingunni útí horn og þar með kemur hann ekki stefnunni sem fólk kaus á framfæri. Ég er ekki hrifinn af því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi völdum eftir glórulaus útspil þeirra á kjörtímabilinu (s.s. samkomulag Villa + Kjartans við Ólaf og listinn er auðvitað endalaus), það er samt ekki hægt að horfa framhjá þeirri skyldu borgarfulltrúa að þeir skulu mynda meirihluta.  Gaspur um að kjósi skuli í borginni eins og Dagur hamraði á í gær og við meirihlutaskiptin í jan er popúlískt bragð til að beina umræðunni frá þessari skyldu hans og annarra borgarfulltrúa.  Það hefðu þá verið hæg heimatökin fyrir hann að ræða við Samfylkinguna í Ríkisstjórn um að breyta lögum í vor til þess.  En nei, Dagur vill einfaldlega spila vörn vegna þess að S er að mælast með 47%.  Hann veit vel að samstarf við D er örugg leið til að valda óánægju í þeim stóra hópi og ekki vill hann rugga bátnum.  

Ekki misskilja mig, minn fyrsti kostur hefði verið endurnýjað samstarf kvartettsins þar sem íhaldið þarf sárlega á hvíld að halda.  Ég hefði samt haft áhyggjur af málefnalegri samstöðu hópsins, það var aldrei gerður málefnasamningur í 100 daga meirihlutanum og ég held að það hafi ekki verið af leti... Í fyrra samstarfi B og D gekk vel að saxa á kosningaloforðin og ég treysti því að nú verði vinnufriður til að sinna því á ný.

Karl Hreiðarsson, 15.8.2008 kl. 18:52

9 identicon

en atriðið í sundlauginni

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:48

10 identicon

Ég veit það bara að ég væri fyrir lifandis löngu fluttur úr þessari svokölluðu höfuðborg. Það er hlegið að þessu liði um allt land og ábyggilega víðar. Flytjiði úr sandkassanum.  Kveðjur að norðan.

Unnar Þór (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:18

11 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Sem betur fer hefur þetta lítil áhrif á daglegt líf okkar smáfólksins í Grafarvoginum, nema maður sé svona forfallinn að detta sér í hug að eyða frítímanum í að blogga um þetta.  Það breytir því ekki að maður er á sjálfsögðu á leiðinni norður, þetta er bara útfærsluatriði um hvenær af því verður

Hákon: við þurfum að fara skref fyrir skref yfir þetta aftur, ég tók þetta upp.  Gott væri að taka Amnesty heimsóknina fyrir líka.

Karl Hreiðarsson, 19.8.2008 kl. 19:32

12 identicon

Hæ Kalli minn:-)

 Langaði bara til að segja að ég var ein af mörgum sem skellti mér í menningarferð, þar að segja að ég fór að hitta hann Damien nokkurn Rice á Borgarfirði Eysrti. Ég var varla búin að tjalda og koma mér fyrir í yndislegu veðri þegar ég fæ nýjan nágranna. Leist fyrst illa á blikuna þar sem ég áttaði mig á því að nágranninn var á fjölskyldubíl og ég ætlaði mér alls ekki að vera í þeim gírnum þessa helgi. En viti menn stígur ekki þessi líka huggulegi maður út úr bílnum, samsvaraði sér vel og örlítill var vindurinn þannig að hárið hans fauk örlítið fram og til baka. Dagur B Egg, nýji nágranninn minn. Hann var ótrúlegur og við áttum þarna saman góðar og skemmtilegar stundir. Heillandi, myndarlegur, klár, barngóður, brosmildur og svona gæti ég talið endalaust. Ég hugsaði meira um hann heldur en Damien Rice það sem eftir var ferðarinnar, af hverju eru ekki fleiri menn þarna úti eins og hann:-)

Berglind Hauks eða Begga Hauks (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:24

13 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Margblessuð Berglind!

Ég efast ekki um að þetta sé toppmaður, enda líkar hann mér þrælvel þegar hann talar um annað en pólitík.  Vona hinsvegar að konan hans lesi þetta ekki, annars ættirðu örugglega von á heimsókn...

Karl Hreiðarsson, 20.8.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband