19.11.2008 | 20:02
Sameining FME og Seðlabankans
Er ég einn um að hafa þá tilfinningu að aðal tilgangurinn með þessu sé fyrst og fremst að búa til ástæðu til að koma Davíð Oddssyni frá?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agnarbragi
- arikuld
- asdisran
- birkir
- bjarnihardar
- einarsmaeli
- emilkr
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gattin
- gesturgudjonsson
- grjonaldo
- gvald
- hallurmagg
- helgasigrun
- hl
- hlini
- holi
- kaupfelag
- lafdin
- lotta
- maddaman
- maeglika
- olihelgi
- raggi80
- salvor
- sigrg
- sigurdurarna
- stefanbogi
- strandir
- suf
- sveinbjorne
- thorirallajoa
- vefritid
- kliddi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í gær sagðist Davíð alveg vita af hverju hryðjuverkalögin voru sett. Í dag segir Geir að það sé ekkert víst að Davíð víki þó eftirlitið sameinist bankanum.
Þetta gæti verið hluti af bardaganum, upphitun fyrir næstu lotu.
Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 20:27
Auðvitað er þetta leiðin til að losna við DO á sem virðulegasta hátt
Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 20:54
Auðvitað er sameining á FME og Seðlabankan tilliástæða til að skipta um fólk, og bjarga þar með ríkisstjórnarsamstarfi. Það er raunsætt mat. Enn einu sinni er ríkisvaldið að taka eiginhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Það er efni í sérstakan pistil.
Topp þrír yfir ástæður þar sem ráðherrar ættu segja af sér, horft yfir síðustu þrjár vikur:
1. Uppkaup ríkisbankanna á verðlausum skulda- og hlutabréfum fyrir á þriðja hundrað milljarða í markaðssjóðum gömlu bankanna. Kaupin eru óréttlætanleg, út frá öllum viðmiðum, en einkum þó þegar horft er til jafnræðisreglu. Almenningur hefur ekki skilið málið nægilega vel, þó Doddi félagi minn á mogganum hafi skrifað um þetta skýrt og skilmerkilega. Fókusinn hjá fólki hefur verið á öðru. Uppkaupin á bréfunum hækkuðu útgreiðsluhlutfallið úr peningamarkaðssjóðunum. Í þetta var sem sagt eytt fjárhæðum sem nema tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Björgvin G. hefði átt að segja af sér útaf þessu, þar sem hann gaf línuna með því að lofa því að peningar í markaðssjóðunum væru tryggir. Ekkert annað land í heiminum reynir að tryggja áhættufjárfestingar með þessum hætti, svo ég tali nú ekki um lönd sem eru í svo miklu messi að þau fá varla aðstoð frá IMF. En tryggja samt allar innistæður hér á landi en ekki í útlöndum. Það mismunar kröfuhöfum, brýtur gegn grundvallaratriði EES-samningsins um jafnræði á grundvelli þjóðernis og er augljóslega til þess að fallið að eyðileggja möguleika á eðlilegum viðskiptum við útlönd. Lánveitendur föllnu bankanna munu fyrr kyrkja landið, en gefa frá sér "eignir" sínar hér.
2. Innspýting ríkisins á ellefu milljörðum inn í sjóð 9 hjá Glitni er ævintýralegur skandall. Þetta er upphæð sem nemur tveimur Vaðlaheiðargöngum. Árni Math. og Geir Haarde gáfu meldingar inn í stjórn Glitnis um að kaupa bréf í sjóðnum. Þetta var upplýst í Mogganum fyrir nokkrum dögum. Fréttinni hefði að sjálfsögðu átt að smyrja á forsíðuna, en það er önnur saga. Fullkomlega óljóst er að af hverju þetta var gert, í ljósi þess að allir aðrir peningarmarkaðssjóðir og lífeyrissjóðir í landinu urðu fyrir sama eðlisvanda; verðmæti áhættufjárfestingaeigna rýrnuðu á einni viku um tugi prósenta. Þetta mun kalla á mörg skaðabótamál sem ríkið mun tapa. Jafnræðisregla brotin. Skattgreiðendur munu þurfa að greiða enn meira en þessa ellefu milljarða útaf þessu rugli. Geir og Árni Math. ættu að segja af sér strax. Ímyndið ykkur ef það kæmi í ljós að Brown og Darling hefðu fyrirskipað að ríkispeningar skildu settir inn í markaðssjóð Barclays; einn umfram annan. Þið yrði ekki bara allt vitlaust. Þeir myndu aldrei aftur geti tekið þátt í stjórnmálastarfi. Vonandi kemur sá tími hér á landi, að fréttir í fjölmiðlum eru teknar eins alvarlega og efni þeirra gefur tilefni til.
3. Öll ummæli seðlabankastjórans um eitthvað annað en mjög sértæk hagfræðileg málefni er tengjast neyðaraðgerðum vegna mesta efnahagsvanda vestræns ríkis síðan eftir WWII. Davíð ætti að segja af sér. Svona þegar ég fer að pæla í því, þá hefur Davíð aldrei talað um sértæk úrlausnarefni seðlabankans nema á stýrivaxtahækkannaákvörðunum, bara um eitthvað annað þar sem hann er að verja sig, og seðlabankann, fyrir árásum frá sjálfum sér. Það er því sem hann heldur að séu árásir en eru bein afleiðing af pólitískri ráðningu hans í starf sem hann er ekki hæfur til að gegna. Ekki frekar en múrarinn Helgi S. Guðmundsson var hæfur til að vera formaður bankaráðs seðlabankans í den.
Heyrumst kv MH
Maggi Halldórs (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:14
Frábær athugasemd Maggi, þetta er náttúrulega bloggið sem ég hef verið á leiðinni að skrifa, nema mun betur gert!
Karl Hreiðarsson, 19.11.2008 kl. 23:44
Sæll Kalli.. Takk fyrir síðast.
Eitt: Þessi bloggsíða er of blá
Bið að heilsa frúnni!
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 19:47
Skjálfandi er blár yfirlitum Fanný eins og þú getur séð á myndinni í hausnum! Þó íhaldið eigi full mikið eiga þeir ekki litinn... ;-)
Karl Hreiðarsson, 22.11.2008 kl. 21:25
Með betri athugasemdum sem ég hef séð. Eitt þarf reyndar að bíða talsvert lengi eftir:
"Vonandi kemur sá tími hér á landi, að fréttir í fjölmiðlum eru teknar eins alvarlega og efni þeirra gefur tilefni til."
Vandinn er nefnilega sá að það er svo sjaldan að marka fréttir í fjölmiðlum. Að þær séu settar fram með sanngjörnum hætti, rétt sé farið með heimildir, að heimilda sé leitað amk á tveimur stöðum osfrv.
Skömm Davíðs, að hafa sett fram svona meingölluð fjölmiðlalög í upphafi að það vekti þá andstöðu að engin leið var að leiðrétta málið eftir á, er mikil.
Gestur Guðjónsson, 22.11.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning