Tilgangslaus vera Samfylkingar í ríkisstjórn

Ingibjörg Sólrún staðfesti í dag það sem ég hef reyndar talið mig vita um nokkra hríð, að vera hennar í ríkisstjórn sé tilgangslaus.  Mbl.is vitnar í Ingibjörgu á flokksstjórnarfundi S í dag:

Flokkurinn hefði margsinnis bent á það sem fór aflaga í efnahagsstjórn á síðustu kjörtímabilum og hættuna á því að þenja út fjármálakerfið án þess að eiga bakstuðning í Evrópusambandinu og evrunni.

Ekki hafði nú Samfylkingin meiri áhyggjur af þessu en svo að Ingibjörg samþykkti status quo í Evrópumálum til 2011.  Ekkert myndi sem sagt breytast í þessum málum með komu S í ríkisstjórn.  Þrátt fyrir látlausar aðvaranir allt árið var gjaldeyrisforðinn ekki aukinn jafn hratt og Alþingi samþykkti í maí, þó höfðu margir hagfræðingar beðið lengi eftir þeirri heimild.  Samfylkingin ber fulla ábyrgð á þessu ótrúlega "meðvitaða aðgerðarleysi" sem ríkisstjórnin stærði sig af í sumar.


Ingibjörg sagði fleira merkilegt, um vikuleg mótmæli á Austurvelli kom þessi gullmoli, og aftur vitna ég í frétt mbl:

Hún sagði einnig að fólk, sem mætti á útifundi og borgarafundi til að mótmæla ástandinu ætti hrós skilið fyrir málefnalega baráttu. „Ef ég væri ekki í ríkisstjórn væri ég þar," sagði Ingibjörg Sólrún.


Hún styður sem sagt kröfu mótmælenda að Seðlabankastjórnin víki.  Jú mikið rétt, hún hefur greint frá því áður og Samfylkingin reyndar bókað það í ríkisstjórn.  Af hverju í ósköpunum gerir hún þá ekkert í því?  Til hvers er flokkurinn í ríkisstjórn ef ekki til að hafa e-ð með slík grundvallarmál að gera?

Hópurinn á Austurvelli krefst einnig að boðað sé til kosninga.  Nú getur Samfylkingin samþykkt vantrauststillöguna á Ríkisstjórnina og boðað til kosninga.  Nei, það er víst ekki tímabært sagði hún.

Til hvers myndirðu þá vilja mótmæla á Austurvelli ef þú værir ekki svo ólánsöm að tilheyra ríkisstjórn Ingibjörg?  Betri laugardagsafþreying en enski boltinn?  Þér er velkomið að svara í athugasemdakerfinu.

---
Annars mæli ég eindregið með lestri athugasemdar frá Magga Halldórs við síðasta blogg hér.  Þar eru einmitt listaðar upp aðgerðir sem Samfylkingin getur einfaldlega ekki skorast undan ábyrgð með.  Manni er orða vant yfir upphæðunum sem hefur verið dælt út á undanförnum vikum án aðkomu Alþingis og með ótrúlega þunnum eða engum útskýringum.  Síðan ætlast Geir til að maður trúi því að lánið frá IMF verði notað af hófsemi...  Ykkur er alls ekki treystandi til að fara með þetta fé, þess vegna þarf að kjósa og hreinsa út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samþýðubandalaginu, sem kallar sig samfylkingu, er yfir höfuð ekki treystandi til neins. Háskólinn hefur sagt að innan hreyfingarinnar sé enginn sem hafi nokkurt vit á hagstjórn og svo þegar á móti blæs þá er það í eðlinu hjá þeim að stinga af. Þannig var Alþýðuflokkurinn gamli og það hefur ekkert breyst. 

Bendi einnig á þessa grein hér  hún segir allt sem segja þarf um vinnubrögðin.

101 (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband