Hvað voru þau eiginlega að gera?

Samfylkingarráðherrarnir koma upp um sig hver af öðrum.  Staðfesta aftur og aftur það meðvitaða aðgerðarleysi sem Ríkisstjórn Íslands hefur hér staðið fyrir.  Björgvin G bankamálaráðherra ræddi ekki við bankastjóra Seðlabankans í ár.  Í mestu bankakreppu seinni tíma eða allra tíma sá hann ekki ástæðu til þess.  Hann taldi sig líklega vera að skjóta á Davíð með þessari uppljóstrun en þarna skaut hann sig fyrst og fremst í fótinn.

Ingibjörg Sólrún sagði okkur frá því að formenn S og D hittu ekki Seðlabankastjóra allan júní.  Þó voru lög um aukningu gjaldeyrisforðans sett í lok maí og þótti nú mörgum þau koma full seint.  Ekki lá formönnum stjórnarflokkana meira á en svo að þau hittu ekki Seðlabankastjóra í júní, en ef mig misminnir ekki fékk Seðlabankinn verkefnið að afla lánanna. Í júní veiktist krónan hratt en það virðist þó ekki hafa raskað ró foringjana.  Samræðustjórnmálin voru greinilega í sumarfríi í júní.

Það litla sem gerist er á hraða snigilsins.  Þegar Davíð mætti ekki á fund viðskiptanefndar var hann boðaður aftur, viku seinna!  Venjulegt fólk hefði bara boðað hann þá daginn eftir eða jafnvel haldið símafund fyrst þetta var svona mikið erfiði fyrir hann að koma niðrí þing.  En nei, þó bankakerfið hér hafi hrunið liggur okkur ekki meira á en þetta.

Geir hefur auðvitað engan trúðverðugleika.  Þegar hann segist ekki muna samtöl eða hvað fór fram í þeim trúir honum ekki nokkur maður.  Af hverju í ósköpunum ættum við að gera það?

---
Allt þetta bliknar samt við tíðindi dagsins, okkar langmesti töffari fallinn.  Held ég eigi eftir að muna lengi hvernig ég frétti þetta. Þó ég hafi ekki verið svo lánsamur að þekkja meistarann persónulega snerti þetta mig mikið.  Rúnar Júl var lifandi goðsögn og að fá að hitta hann og sjá spila eru auðvitað forréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Seðlabankinn og bankastjórar seðlabankans er undir stjórn og ábyrgð forsætisráðherra.

Allir vita það að ekki er auðvelt að ræða við núverandi formann Seðlabankans eða hafa áhrif á hans gerðir enda fer hann aðeins eftir því sem hann sjálfur ákveður, hannn stjórnar þar sem hann er.

Það er því ekki hægt að skrifa það á Samfylkinguna að hún hefi ekki fundað með þessum manni, það hefði verið þíðingarlaust eins og dæmin sanna.

 Það er því algerlega á ábyrgð forsætisráðherra að hafa þannan óhæfa mann í þessu mikilvæga embætti og það var og er aðeins forsætisráðherra sem getur gaft áhrif á þennan mann eða rekið hann úr embættinu sem hann hefði fyrir langalöngu átt að gera.

Þessi óstjórn er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.

Kjósandi, 6.12.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Björgvin hefur ekkert að segja í þennan hákarl sem DO er.  Sést líka hvað það er galið að ráða gamlan og reyndan pólítíkus í svona embætti.  Það er ekkert jafnræði þarna á milli.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.12.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Háæruverðugur Kjósandi getur varla litið framhjá því að Samfylkingin ber ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn ber þessa ábyrgð.

Gestur Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Hárrétt Gestur!  Kjósandi góður, þó hún hegði sér þannig er Samfylkingin ekki hlutlaus, ábyrgðarlaus aðili útá kanti sem getur ekki haft áhrif á atburðarrásina í samfélaginu.  Ef henni ofbauð framganga Seðlabankastjóra og aðgerðaleysi Geirs var henni í lófa lagið að mynda nýja stjórn og koma því fólki frá sem hún taldi vera dragbít á björgun fjármálakerfisins.  Hún gerði það ekki og er því engu skárri.

Sjálfstæðisflokkurinn ber hinsvegar mestu ábyrgðina, við getum verið sammála um það.

Karl Hreiðarsson, 6.12.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband