26.3.2009 | 00:07
Það lifir!
Þegar maður tekur sér sex vikur í bloggfrí er náttúrulega vonlaust að velja eitt atriði til að taka fyrir. Hér kemur því grautur af algjörlega óskyldum málum. Kvörtunum um að bloggfríið hefði átt að vera lengra skal beina til Dóra, ég gat ekki hugsað mér að svíkja hann lengur um færslu.
- Undirritaður hefur (vonandi) náð hápunkti í söfnunaráráttu sinni á Pearl Jam varningi, í miðri heimskreppu. Söfnunarárátta spyr einfaldlega ekki um ástandið á fjármálamörkuðum. Plötuspilari með usb tengi óskast því til kaups!
- Icelandair hefja beint flug til Seattle í júlí. Þar með verður þessi kynngimagnaði tónleikastaður nánast í göngufæri! Óskandi að krónu-draslið verði hagstætt þegar Pearl Jam fer í næstu tónleikaferð um heimaslóðirnar.
- ASÍ opinberar blauta drauma sína um að gerast formlegt aðildarfélag að Samfylkingunni. Nauðsynleg hreinsun frambjóðanda í öðrum flokkum þarf þó að fara fram fyrst og stendur hún yfir.
- Nafni minn í NV tapar í prófkjöri og gengur í annan flokk daginn eftir. Það voru þó að hans sögn fyrst og fremst málefnin sem réðu ákvörðuninni um flokkaskiptin. Ekki beint í fyrsta skipti sem þetta gerist en að reyna að bjóða fólki uppá svona þvaður er óþolandi. Ég er talsmaður þess að stjórnmálamenn hætti þessari froðu og bulli, tali af hreinskilni eða tali ekki. Hér er því ókeypis uppkast að fréttatilkynningu fyrir þann sem næst reynir þetta:
Góðir Íslendingar! Ég skíttapaði í prófkjörinu um helgina og er hundfúll. Vil því sjá [nafn flokks skráð hér] fara veg allrar veraldar fyrst þið kusuð mig ekki, ég sem hélt að ég væri vinur ykkar og félagi! Ætla að reyna að hefna mín með skráningu í Sorpu íslenskra stjórnmála og ætla að tala illa um kvótann, það virkar alltaf vel í partýum. Sé ykkur í neðra!
- Eldsmiðjan gerir atlögu að heilsu minni með mánaðarlöngu tilboði. Þrátt fyrir að vera veikgeðja skyndibitamaður hef ég staðist freistinguna um eina eldbakaða á dag sem í byrjun mánaðar var spennandi markmið.
- Framsóknarmenn í NA sýna enn á ný hversu góðir þeir eru í að velja sér framboðslista.
- Að lokum spádómur um væntanlegan landsfund íhaldsins um helgina: Bjarni Ben verður kosinn formaður með 73% atkvæða. ESB aðildarumsókn mun aldrei eiga séns á þinginu. Setningin "við getum ekki fyrir nokkra muni gengið í ESB nú né nokkurn tíma síðar, algjörlega óháð því hvað hér kann að koma uppá, því þar með missum við heljartökin á Íslandi" verður þó felld úr ályktanadrögunum og landsfundarfulltrúar sammælast um að þegja áfram yfir þessari megin-ástæðu fyrir ESB-fælni flokksins
Athugasemdir
Góður Karl, meira af þessu.
Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 13:00
Ótrúlega lame að ekki sé minnst á tengdamóður mína í þessari færslu. Er sleginn.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 26.3.2009 kl. 15:24
Sammála neðangreindum viðmælanda.
Kalli Matt (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:25
Mér finnst skemmtilegt að lesa svona samantíning af allskonar hugleiðingum =)
Annars vildi ég bara kasta kveðju =)
Bryndís Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:13
Snæþór, ef tengdamóðir þín hefði komið til mín með ferðatösku fulla af peningum sem ég geymdi heima hjá mér myndi ég ekki segja frá því á opinberum vettvangi. Ég segi heldur ekki frá kökugjöfum sem mér berast fyrr en kakan er búin og mögulegir innbrotsþjófar því búnir að missa áhugann.
Karl Hreiðarsson, 26.3.2009 kl. 19:34
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Kalli:) og fréttatilkynningin er auðvitað snilldin ein:)
Ella Þóra (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:08
Plötuspilari með með usb tengi gæti fengiðst í Kaupfélagi Héraðsbúa, Egilsstöðum. Sá amk. slíka græju þar sl. sumar.
Heiðar Birnir, 27.3.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning