28.3.2009 | 18:53
Útdráttur úr ræðu Davíðs
Mikill áhugi er á ræðu Davíðs Oddssonar (Seðlabankastjórinn sem kom Seðlabankanum á hausinn) frá landsfundi íhaldsins í dag, en þar sem nú er laugardagur á fólk að eyða tímanum betur en í lestur á slíkum pistlum. Fyrir lesendur er hér því útdráttur úr ræðu Davíðs:
Ég er snillingur. Þið hin eruð fífl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir, þú færð 10 í einkunn fyrir hnitmiðaðan útdrátt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 19:00
Nákvæmlega. Frábært hjá honum að líkja sér við Jesú en Jóhönnu við álf... manni finnst hann kominn á eitthvert allt annað plan.
Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 19:26
Það þarf ekkert að hafa þetta lengra
Finnur Bárðarson, 29.3.2009 kl. 16:06
Þú hefur svo sannarlega munninn fyrir neðan nefið, Kalli minn! Takk fyrir þetta, þetta lýsir ræðunni alveg nákvæmlega. Og að fólk skyldi standa upp og klappa fyrir ruglinu í ofanálag er ofar mínum skilningi. Það á ekki nokkur maður að tala eins og hann gerði, alla vega ekki opinberlega. Slíkt bara gerir maður ekki.
Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:26
Þessi ræða Davíðs hefði betur verið óflutt af hans hálfu. Hann opinberaði endanlega að hann eigi við mjög alvarleg geðræn vandamál að stríða.
Miður er að heyra að meirihlutinn á þessari samkundu klappaði. Eru viðkomandi svo gjörsamlega sneyddir skynsemi og með öllu sviptir siðferðislegri vitund?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.3.2009 kl. 17:21
Já ok, bara það sama og í öllum viðtölum og ræðum undanfarið...
Dóri (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning