Lausnarsetningin er: "...miðað við umhverfið þá"

Sjálfstæðismenn hafa svör við öllum erfiðum vandræðamálum.  "Þetta var rétt ákvörðun á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir", "í því andrúmslofti sem þá ríkti", eða nýjasta tuggan "...miðað við umhverfið þá"

Ósjaldan var eitthvað á þessa leið notað fyrir síðustu kosningar til að afsaka stuðninginn við innrásina í Írak og nú skal nota þennan frasa á ný, í þetta skiptið til að afsaka milljóna styrki vegna prófkjara. 

En það þýðir einfaldlega ekkert að vera með svona bull.  Sjálfstæðismenn samþykktu ásamt öðrum flokkum þetta ár að hámarksframlag til hvers stjórnmálaflokks ætti að vera 300.000 kr. á ári.  Sú tala var ekki tilviljanakennd heldur rædd í þaula í hópnum sem samdi drögin að lögunum.  Þannig að "í þessu umhverfi" árið 2006 fannst flokkunum nú samt 300 þús eðlilegt hámark. 

Ekki reyna að halda fram að 2.000.000 kr. styrkir hafi því þótt jafn sjálfsagðir og 2-3 kex-kassar frá Frón árið 2006.

---
Vil þakka DV fyrir að hjálpa mér að koma útúr skápnum sem Framsóknarmaður.  Eins og þeir sem mig þekkja eða eru lesendur hér vita hef ég farið gríðarlega leynt með þetta alla tíð, sem mannsmorð.  En þökk sé tímamóta uppljóstrunum "leyniskjala" get ég ekki falið mig lengur.  Vil svo annars biðja DV og Flokkinn afsökunar á að hafa ekki verið duglegri að "reka erindi flokksins á síðum mínum".

---
Þó það komi auðvitað lítið á óvart nú eftir þessa Watergate frétt frá DV er best ég upplýsi að ég hyggst kjósa Framsóknarflokkinn á laugardaginn.  Eins og ég hef rakið hér áður er Flokkurinn ekki hvítþveginn og mikil mistök voru svo sannarlega gerð undir hans stjórn.  En hinn venjulegi flokksmaður ákvað að því þyrfti að skipta út fólki og það hefur svo sannarlega verið gert.   Á meðan Framsóknarflokkurinn er með tvo núverandi þingmenn sem oddvita (af sex kjördæmum) er okkar gamli samstarfsflokkur með þingmenn í öllum kjördæmum utan eins á toppnum.  Samfylkingin sem "axlaði ábyrgð með því að fara úr einni Ríkisstjórn í aðra" (ég lýg því ekki, Össur sagði þetta í kvöld!  Hann hefði örugglega skrifað uppá syndaaflausn íhaldsins ef þeir hefðu gert hið sama) er með núverandi þingmenn sem oddvita í öllum kjördæmum.  Meira að segja gamli bankamálaráðherrann sem taldi sig þurfa að víkja fyrir korteri síðan telur sig vera kláran í slaginn strax aftur!

Efnahagstillögurnar frá Framsókn eru heldur ekki bara endalausar frestanir á lánum sem í tilfelli okkar unga fólksins, eru mjög löng fyrir, það finnst mér góð tilbreyting frá tillögum vinstri flokkanna og nú hefur íhaldið hoppað á þann vagn.  Pdf skjal með þeim má nálgast hér.  

 Þetta blogg varð of langt fyrir 100 setningum síðan - segjum þetta því gott í apríl, sjáumst í maí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

góður pistill hjá þér frændi, gæti alveg verið að ég myndi setja x við B á laugardaginn, líst ágætlega á Sigmund sem formann, hefur komið vel fyrir og er með skýr markmið.

Hallgrímur Óli Helgason, 23.4.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Þakka þér fyrir það!  Líst einkar vel á þessa hugmynd þína, ef þú verður í einhverjum vandræðum með þetta mæli ég með að þú ræðir við Steina bróður þinn, hann er alveg með þetta á hreinu :-)

Karl Hreiðarsson, 23.4.2009 kl. 15:08

3 identicon

Sæll

Ég hélt í fávisku minn að kosningarnar á laugardaginn væru leynilegar og hver hefði það fyrir sig hvar hann setti krossinn. En miðað við yfirlýsingar Össurar um álver á Bakka á Nasa á dögunum hugnast mér það enn verr en nokkru sinni  að hér komist að vinstri stjórn krata og komma eftir kosningar.

Guðmundur Salómonsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Sum leyndarmál eru hreinlega of skemmtileg til að lúra á þeim Gummi, þetta er tvímælalaust eitt af þeim!

Össur og Kolbrún eru að gera góða hluti þessa dagana, einfaldlega að sýna sitt rétta andlit og það er ágætt að þau gera það fyrir kosningar líka, en ekki bara eftir þær.  Mundu svo að íhaldið sat í stjórninni með Þórunni Sveinbjarnar þó einhverjir þar hafi pípt til að reyna að halda andlitinu.  Þá er hringurinn farinn að þrengjast all verulega þykir mér...

Karl Hreiðarsson, 23.4.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband