Færsluflokkur: Menning og listir
12.3.2008 | 23:09
Ég var einu sinni nörd og er enn...
Áhugi minn á spurningakeppnum er sífellt að verða svæsnari og tekur á sig undarlegri myndir með árunum. Hér áður fyrr dugði mér vel að fylgjast með höfuðvígi spurninganördanna, Gettu Betur, en nú er ég farinn að verða töluvert langt leiddur. Í vetur hlustaði ég á nokkra þætti (af töluverðum áhuga) á spurningakeppni grunnskólana í höfuðborginni. Náði á skömmum tíma að verða gríðarlega ákafur fyrir hönd skólans í götunni, Engjaskóla, og var lengi að jafna mig á tapi þeirra í undanúrslitum.
Einhvern veginn náði ég svo að komast lifandi í gegnum þættina "Ertu skarpari en skólakrakki?" þó stjórnandinn þar hafi gert harða atlögu að geðheilsu landsmanna með hverjum einasta brandara.
Nú er ég þó líklega kominn á botninn. Í gær stóð ég mig að því að hlaða niður af vef Ríkisútvarpsins upptöku af þættinum "Orð skulu standa" af Rás 1 til að setja á iPoddinn. Ekki misskilja mig, þetta er auðvitað mjög vandað útvarpsefni og til mikillar fyrirmyndar. Ég bara hélt þegar ég heyrði þetta fyrst að ég ætti amk 50 ár í að detta niðrí svona þætti en fyrir þá sem ekki vita (líklega allir sem þetta lesa og eru undir fimmtugu) er þetta umfjöllunarefni þáttana:
"Þátttakendur í hljóðstofu spreyta sig á orðum, orðnotkun, orðasamböndum og krossgátum. Óhætt er að fullyrða að mörg orðin virka mjög framandi þó rammíslensk séu. Í þáttunum varpar umsjónarmaður fram fyrriparti sem þátttakendur svara í lok þáttar." (af ruv.is)
Jebb, væntanlega ekki þáttur sem fyllir annan hvern iPod landsins. Það eru ekki einu sinni gefin stig og "dómarinn" gefur þátttakendum hint þegar illa gengur, en samt er ég orðinn forfallinn aðdáandi og þykir þetta vera mikil snilld! Svara þó engu réttu sjálfur nema í besta falli mánaðarlega.
Úrslitin í Gettu Betur eru svo á föstudagskvöldið, er hinsvegar að fara á árshátíð og líður eins og ég sé að missa af úrslitaleiknum í Meistaradeildinni! Ætli Unnur taki nokkuð eftir því þó ég sleppi forréttinum?
Einhvern veginn náði ég svo að komast lifandi í gegnum þættina "Ertu skarpari en skólakrakki?" þó stjórnandinn þar hafi gert harða atlögu að geðheilsu landsmanna með hverjum einasta brandara.
Nú er ég þó líklega kominn á botninn. Í gær stóð ég mig að því að hlaða niður af vef Ríkisútvarpsins upptöku af þættinum "Orð skulu standa" af Rás 1 til að setja á iPoddinn. Ekki misskilja mig, þetta er auðvitað mjög vandað útvarpsefni og til mikillar fyrirmyndar. Ég bara hélt þegar ég heyrði þetta fyrst að ég ætti amk 50 ár í að detta niðrí svona þætti en fyrir þá sem ekki vita (líklega allir sem þetta lesa og eru undir fimmtugu) er þetta umfjöllunarefni þáttana:
"Þátttakendur í hljóðstofu spreyta sig á orðum, orðnotkun, orðasamböndum og krossgátum. Óhætt er að fullyrða að mörg orðin virka mjög framandi þó rammíslensk séu. Í þáttunum varpar umsjónarmaður fram fyrriparti sem þátttakendur svara í lok þáttar." (af ruv.is)
Jebb, væntanlega ekki þáttur sem fyllir annan hvern iPod landsins. Það eru ekki einu sinni gefin stig og "dómarinn" gefur þátttakendum hint þegar illa gengur, en samt er ég orðinn forfallinn aðdáandi og þykir þetta vera mikil snilld! Svara þó engu réttu sjálfur nema í besta falli mánaðarlega.
Úrslitin í Gettu Betur eru svo á föstudagskvöldið, er hinsvegar að fara á árshátíð og líður eins og ég sé að missa af úrslitaleiknum í Meistaradeildinni! Ætli Unnur taki nokkuð eftir því þó ég sleppi forréttinum?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)