Ég var einu sinni nörd og er enn...

Áhugi minn á spurningakeppnum er sífellt að verða svæsnari og tekur á sig undarlegri myndir með árunum.  Hér áður fyrr dugði mér vel að fylgjast með höfuðvígi spurninganördanna, Gettu Betur, en nú er ég farinn að verða töluvert langt leiddur.  Í vetur hlustaði ég á nokkra þætti (af töluverðum áhuga) á spurningakeppni grunnskólana í höfuðborginni.  Náði á skömmum tíma að verða gríðarlega ákafur fyrir hönd skólans í götunni, Engjaskóla, og var lengi að jafna mig á tapi þeirra í undanúrslitum. 

Einhvern veginn náði ég svo að komast lifandi í gegnum þættina "Ertu skarpari en skólakrakki?" þó stjórnandinn þar hafi gert harða atlögu að geðheilsu landsmanna með hverjum einasta brandara.

Nú er ég þó líklega kominn á botninn.  Í gær stóð ég mig að því að hlaða niður af vef Ríkisútvarpsins upptöku af þættinum "Orð skulu standa" af Rás 1 til að setja á iPoddinn.  Ekki misskilja mig, þetta er auðvitað mjög vandað útvarpsefni og til mikillar fyrirmyndar.  Ég bara hélt þegar ég heyrði þetta fyrst að ég ætti amk 50 ár í að detta niðrí svona þætti en fyrir þá sem ekki vita (líklega allir sem þetta lesa og eru undir fimmtugu) er þetta umfjöllunarefni þáttana:

"Þátttakendur í hljóðstofu spreyta sig á orðum, orðnotkun, orðasamböndum og krossgátum. Óhætt er að fullyrða að mörg orðin virka mjög framandi þó rammíslensk séu. Í þáttunum varpar umsjónarmaður fram fyrriparti sem þátttakendur svara í lok þáttar." (af ruv.is)

Jebb, væntanlega ekki þáttur sem fyllir annan hvern iPod landsins.  Það eru ekki einu sinni gefin stig og "dómarinn" gefur þátttakendum hint þegar illa gengur, en samt er ég orðinn forfallinn aðdáandi og þykir þetta vera mikil snilld!  Svara þó engu réttu sjálfur nema í besta falli mánaðarlega.

Úrslitin í Gettu Betur eru svo á föstudagskvöldið, er hinsvegar að fara á árshátíð og líður eins og ég sé að missa af úrslitaleiknum í Meistaradeildinni!  Ætli Unnur taki nokkuð eftir því þó ég sleppi forréttinum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður vertu þetta er engin spurning.  Þú skippar öllum helvítis matnum fyrir Gettu betur....  Árshátíð smárshátíð!

sigmarg (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Ég hef stórfelldar áhyggjur af þér Karl. Ræðum þetta betur í vinnunni á morgun.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 12.3.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Þú ert að grilla í mér... Spurningaþátt í iPodinn?? Úfff.. Kalli minn.. má ekki bjóða þér að gera aðeins meira grín af mér fyrir að stalkera manninn minn símleiðis??

Ég held að ég haldi bara áfram að hlaða Franz Ferdinand á iPodinn minn áður en ég fer í ræktina. Ég veit þá hvað þú ert að hlusta á næst þegar ég sé þig á hlaupabrettinu í WC í Spönginni. Ég skal ekki trufla þig við að reyna að giska á rétt svör!

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 12.3.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

FRÁBÆRT! Svo maðurinn minn kæri mig nú ekki líka fyrir að villa á mér heimildir á veraldarvefnum ásamt því að ofsækja sig þá er þetta ÉG sem var að tjá mig hér að ofan í seinna kommentinu!

Svo við höfum það á hreinu. Kann ekki að breyta þessu þannig að það komi svona sæt passamynd af elsku mér.

alman

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 12.3.2008 kl. 23:50

5 identicon

Puff, þetta verður pottþétt sýnt á breiðtjaldi á árshátíðinni þannig að þú getur alveg komið með mér og hakkað í þig forréttinn... Svo er nú bara eins gott að þú komir um leið og ég svo þú getir tryggt þér sæti við hliðina á ástinni þinni

ps. Ég lofa að senda þig ekki upp á svið í þetta skiptið ;) 

Unnur Ösp (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:03

6 identicon

sæll karl,

til hamingju með að hafa uppgvötað þáttinn "orð skulu standa"...þetta er án efa langbesti þáttur sem gerður hefur verið í sögu ljósvakamiðlunar og hlakka ég til að fá niðurhal þitt á mína tölvu - amk panta ég það núna...hef því of oft misst af þessum þátta vegna þynnku, enska boltans osfrv

Karl th er alveg að halda sér...

held að spurningaósköpin séu nostalgíu flashbökk frá öllum jólatrivjölum í gegnum tíðina...þú ert s.s. kominn með grá fiðringinn, enda sköllóttur.

rölli (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:01

7 identicon

Kæri vinur

Vil byrja á því að óska þér til hamingju með þennan glæsilega vef. Þú hefur stigið stórt skref til þess að tryggja enn betur í sessi bloggrúntinn og ég er ekki í vafa um annað en að þessi vettvangur verði tilefni til margra svæsinna umræðna.

Varðandi "Orð skulu standa" þá er það þannig að þátturinn er í miklu uppáhaldi hjá ömmu í Lindahlíð sem helst má ekki missa af einu einasta þætti. Hún er auðvitað það mikill snillingur að þátttakendurnir virðast sem 10 ára börn í orðkunnátti miðað við hana ömmu. Hún einmitt benti mér á þennan þátt fyrir nokkru síðan og ég kem glaður hoppandi útúr skápnum með það nú að vera orðanörd - "wordnerd" eins og Kaninn segir.

Fyrsta laugardaginn eftir heimkomu skulum við fara saman niður á RÚV og hlusta á þáttinn í beinni!

Kveðjur frá Montreal

Kristján Þór (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:44

8 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Alma, í ræktinni hlusta ég á svo harðan metal að það blæðir úr eyrum flestra kvenmanna sem heyra þessa tónlist!  Þú getur því áfram haft óttablandna virðingu fyrir mér.  Ekki veitir af metalnum til að koma þessum skrokki áfram.

Sigmar hefur lög að mæla en þar sem hann þarf ekki að mæta reiði konu minnar á ég erfitt með að þiggja þessi freistandi ráð, ekki nema hann hafi tök á að senda miltisbrand á Broadway tímanlega fyrir keppni.  Menn halda ekki árshátíð með sóttvarnarlækni í hvíta gallanum á staðnum, ekki einu sinni partýglaðir leikskólakennarar.

Unnur mín, það er gott að ég þurfi ekki aftur að standa uppá sviði Broadway með söngkonu í fanginu, vildi bara svo vel að Guðrún Árný var að skemmta en ekki Hera Björk frænka mín...  Segi þessa sögu síðar, hún er athyglisverð.

Karl Hreiðarsson, 13.3.2008 kl. 21:22

9 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Blessaður frændi, og til hamingju með síðuna hjá þér, og spurningakeppnirnar standa alltaf fyrir sínu, er með á minni síðu niðjatöl allra langalangafa okkar ef þú hefur áhuga á ættfræði, það er þeirra Kristjáns Jenssonar bónda í Fossseli í Reykjadal, Þorláks Jónssonar bónda í Torfunesi í Kinn, Guðna Jónssonar bónda í Sýrnesi og Grímshúsum og Jónasar Davíðssonar bónda í Bringu í Eyjafirði, láttu bara heyra í þér ef þig vantar einhverjar upplýsingar um ættir okkar.

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 14.3.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband