Hlaut ekki að koma að því?

Auðvitað hlaut að koma að því að tölvunjörður og stjórnmálafíkill eins og ég myndi stofna bloggsíðu.  Af hverju núna er eðlileg spurning?  Svarið er einfalt, misvitrir andstæðingar Framsóknarflokksins hafa haldið því fram að hann lifi ekki aldar afmæli sitt eftir 8 ár.  Ég er einungis 28 ára (þó ég líti út fyrir að vera mun eldri) en hyggst lifa mun lengur. Mun lengur en 8 ár og þar með er spurningunni um aldarafmæli Framsóknarflokksins auðsvarað.  Helvíti líður mér vel að vera búinn að eyða þessari óvissu óvina Flokksins með einni bloggfærslu.  Nú geta þeir einbeitt sér að öðru.

Önnur ástæða er fyrir stofnun þessarar bloggsíðu.  Bestu þingmenn þessa lands vantar sárlega talsmenn á opinberum vettvangi sem jafnframt eru tilbúnir að taka kúlu fyrir þá.  Hverjir eru það gætu einhverjir spurt sem þekkja mig ekki?  Það eru að sjálfsögðu Valgerður Sverrisdóttir og Birkir Jón Jónsson.  Valgerður var tilbúinn að láta á fjölskyldu sinni, sjálfri sér og öðrum stuðningsmönnum dynja endalausar hótanir og árásir þegar hún framfylgdi hugsjónum sínum og vilja Alþingis með byggingu Kárahnjúkavirkjunar en lét ekki bugast og hefur verið einstaklega beitt í stjórnarandstöðu, þrátt fyrir spár andstæðinga hennar.  Birkir Jón  er einhver heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst í þessu pólitíska vafstri mínu og lætur ekki ekki herferð Vísis.is og Reynis Traustasonar á sig fá, enda með góða samvisku, öfugt við þessa snepla.

Jamm, hér með var tónninn var gefinn, ég hyggst ekki draga neitt undan, hrósa mínu fólki og lasta það auðvitað þegar tilefni er til.  Gæti t.d. eytt einhverjum orðum í þá sem segja að evrópusinnar innan Framsóknarflokksins séu lítilll minnihlutahópur en nenni því ekki núna, ég verð að hafa eitthvað til að skrifa um síðar. 

Best ég taki það fram strax að ég verð örugglega latur penni, kalla það gott ef ég sting niður penna oftar en einu sinni í viku, þess vegna mæli ég með því að fólk noti tól eins og Google Reader sem lætur ykkur vita þegar nýr pistill hefur verið birtur.

Góðar stundir.
KH

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband