Gaspur án innistæðu

Oft upplifði ég það þegar minn flokkur var í Ríkisstjórn að mér fannst ekki nóg að gert í ákveðnum málaflokkum, ekki var gengið nógu langt í e-um málum eða einfaldlega ekki hreyft við málum sem mér fannst vera tilefni til að hrófla við.  Það var hinsvegar ekki verið að vekja endalausar væntingar án innistæðu.  Þingmenn og ekki síst ráðherrar Samfylkingarinnar hafa verið einstaklega yfirlýsingaglaðir frá því þeir komust í Ríkisstjórn og vakið væntingar sem ég get ekki séð að nein innistæða sé fyrir. 

 Nú versla ég töluvert á netinu og er því mjög meðvitaður um þau vörugjöld og virðisaukaskatt sem við greiðum af innflutningi.  Ég fagnaði því þegar Björgvin Sigurðsson boðaði nýja sókn í neytendamálum í haust, afnám vörugjalda, stimpilgjalda og uppgreiðslugjalda á fyrri hluta kjörtímabilsins.  Bendi því til stuðnings á frétt frá því í október í fyrra.  Hvað hefur gerst síðan í október?  Nú eru næstum 5 mánuðir liðnir en ekki heyrst múkk um þetta nema óljós loforð um stimpilgjöld í tengslum nýgerða kjarasamninga.  Viðskiptaráðherra hefur hinsvegar ekki legið á liði sínu um ágæti evru á þessum tíma og hversu vel það gæfist okkur að taka hana upp.  Ég get alveg tekið undir þau orð en mikið finnst mér samt leiðinlegt að hlusta á yfirlýsingar eins og þær sem gefa ákveðnar væntingar en þegar kafað er ofan í málin er augljóst að Ríkisstjórnin er ekki að fara að gera neitt í þá átt.

Ráðherrar, vinsamlegast haldið kjafti nema þið séuð raunverulega að fara að breyta einhverju.

Ps. Nú hef ég brotið fyrsta loforð þessarar síðu um að vera latur bloggari og er því litlu skárri en Björgvin G, sem betur fer þigg ég þó ekki laun frá skattgreiðendum meðan ég brýt mín loforð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Karl og til hamingju með síðuna ! :)

Takk einnig fyrir síðast, maturinn var ÆÐISLEGUR! Þú hefðir nú mátt gefa manninum mínum aðeins minna að drekka en hann sat pödduölvaður einn heima upp í sófa eftir matarboðið á meðan ég var í handsnyrtingu -dapurlegt hah! ;) hehehehe....

Ég gef þér hlekk minn kæri, vænti þess sama af þér!  Bið að heilsa í bæinn!

alman

alman (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Góður póstur Karl og velkominn í bloggheima. Tek það fram að ég tek 3 krónur fyrir hverja flettingu þar sem ég á nafnið á þessari síðu :-D

 Það er fjári merkilegur fjandi hvað þessir vinstrivillingar geta lofað mikið upp í ermarnar á sér án þess að þurfa að standa við það. Þetta á svo allt eftir að springa í andlitið á þeim.

 Kv.

 Kaupfélagsstjórinn

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 10.3.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Heyrðu ég man ekki betur en þú hafir gefið mér þetta nafn í jólagjöf á sínum tíma!  Gott og vel, ég skal millifæra á þig á miðnætti hvern dag.

Karl Hreiðarsson, 10.3.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband