Geir, Geir, Geir

Var ég einn um að fá hroll niður bakið þegar Geir H. Haarde sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær eins og ekkert væri sjálfsagðara um samstarf D og F lista í borgarstjórn: "ég veit ekki betur en það hafi í aðalatriðum gengið vel, og gangi þokkalega vel"?  Hlustið sjálf hér ef þið þorið, þetta er verulega vandræðalegt að heyra, jafnast á við góðan Office þátt.

Sjálfstæðismenn slíta ekki meirihluta sem "hefur í aðalatriðum gengið vel" þannig að þrennt er í stöðunni:

1. Geir var ekki upplýstur um hvernig samstarfið hefur gengið og hefur þá væntanlega komið af fjöllum þegar það sprakk í dag. 
2. Geir kaus að fara ansi frjálslega með staðreyndir frekar en að tjá sig ekki.
3. Samstarfið gekk glimrandi þangað til í gær, þá fyrst fór allt í háaloft og íhaldið fékk skyndilega þá flugu í höfuðið að slíta daginn eftir.

Möguleiki nr. 3 er auðvitað fjarstæðukenndur þannig að það má afskrifa hann strax.  Möguleiki nr. 1 er ekki vænlegur fyrir Geir sem formann flokksins þar sem hann ætti að fylgjast betur með en þetta.  Ég efast ekki um að hann geri það.  Þá er það bara möguleiki nr. 2 eftir.  Geir, þér er velkomið að útskýra þína hlið í athugasemdakerfinu eða með gestapistli ef þú vilt fara ítarlega í þetta.

Eins og ég hef sagt áður tel ég að óábyrgt fjölmiðlablaður sé ein stærsta ástæða þess að stjórnmálamenn hafa þann stimpil á sér fyrir að orðum þeirra sé ekki treystandi.  Margir þeirra skemma fyrir sómafólkinu vegna þess að þeir geta ekki þagað þegar þeir ættu að gera það og hika ekki við að slá ryki í augu almennings til að þjóna einhverjum tímabundnum tilgangi.

Hef í lokin eitt ráð til Hönnu Birnu og Óskar Bergssonar: alls ekki halda blaðamannafund á sama tíma og Klovn er sýndur þar sem RÚV hyggst rjúfa útsendingu til að sýna frá fundinum.  Það væri ægilegt að hefja samstarfið á því að spilla Klovn þætti!  Treysti á að þið séuð að taka bloggrúnta í kaffipásunum niðrí Ráðhúsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það slapp til. Þau leyfðu okkur að horfa á trúðinn í friði.

Og þar með erum við komnir aftur saman í meirihluta, ekki satt, kæri Karl?

Emil Örn Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Enda ertu NÖRD eins og þú segir sjálfur.

Guðmundur Björn, 14.8.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Emil: Þetta var skynsamlega gert hjá þeim, gruna þau um að hafa verið á horfa á Klovn sjálf, tímasetningin var það passleg.  En já, nú erum við sömu megin borðsins á ný og óska ég okkur báðum til hamingju með það!

Guðmundur: ég skorast ekki undan því sæmdarheiti.

Karl Hreiðarsson, 14.8.2008 kl. 22:54

4 identicon

Atriðið þegar pokinn sprakk í sundlauginni

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei þú ert ekki einn um hrollinn

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:35

6 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Atriðið með pokann í sundlauginni fór langt með að leggja mig í gröfina, þvílík endemis snilld.

Karl Hreiðarsson, 15.8.2008 kl. 07:39

7 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Datt inn á Tjaldó á Laugarvatni í gærkvöldi og sá þá mér til skelfingar að ný sería væri byrjuð af Klovn án þess að ég hefði verið látinn vita! Náði þó þessum þætti og mun ekki fara í sund með stóma, það er á hreinu.

Annars er ég orðinn svo hrottalega hissa á þessum borgarmálum að ég er hættur að fylgjast með þessu. Við erum semsagt í stjórn núna? Hvað vantar marga meirihluta til að slá metið hjá ítölunum? Kemur Berlusconi eitthvað nálægt þessu?

Að lokum verð ég að benda þér á að Guðmundur Björn hér að ofan er klárlega snillingur, ég tékkaði á blogginu hans og þar er hann að úthúða fyrrum þingmanni samfylkingarinnar og litlum vini mínum, þrátt fyrir sögulegar sættir fyrr í sumar.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 15.8.2008 kl. 07:49

8 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Heyrðu já, á svo að svíkja mann um heimsókn á Laugarvatnið?!!!

 Gjörsamlega brjálaður!

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 15.8.2008 kl. 07:50

9 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Við ætlum að koma um helgina þannig að þú skalt endilega spara þér að vera brjálaður!

En ég þarf greinilega að koma á öðrum fundi með ykkur Merði, þú hefur ekkert lært!

Karl Hreiðarsson, 15.8.2008 kl. 07:56

10 Smámynd: Frikkinn

Er ekki verið að undirbúa farveginn í landsmálapólitíkinni fyrir stjórnarslit . Og þá máske með Framsókn og hluta af Frjálslyndum.

Frikkinn, 16.8.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband