Úr einu í annað

Engin pólitík í dag, of gott veður fyrir hana.  Sumir myndu segja að það væri of gott veður til að vera í tölvunni en það er bölvuð vitleysa, það þarf mun meira til.  Þetta er nú samt í punktaformi enda léttir réttir hentugir í dag.

Handboltalandsliðið á ÓL
-Ætli það sé of seint að hefja smíði 50 metra bronsstyttu af Guðmundi Guðmundssyni sem yrði tilbúin í að taka á móti landsliðinu þegar þeir koma heim frá Peking f.utan Leifsstöð?

-Viðtölin við Ólaf Stefánsson eru stórkostleg.  Þetta er einn okkar bestu manna. Viðtöl við íþróttamenn eftir leiki eru oftast nær fyrirsjáanleg og leiðinleg eftir því en ekki viðtölin við Ólaf, þetta er eitthvert besta sjónvarpsefni sem völ er á í dag.

Badminton
-Ragna Ingólfsdóttir er ekki lítið öflugur íþróttamaður.  Spilaði með slitið krossband á ÓL og í aðdraganda þeirra án þess að væla.  Vissulega þurfti hún að hætta vegna þessa en þetta er nú eitthvað annað viðhorf en stöðug látalæti í ónefndum knattspyrnumönnum sem velta sér eins og þeir hafi misst útlim við minnsta samstuð.  Þeir mættu líka læra að dómarinn ræður, ekki þið, sættið ykkur við það eða finnið ykkur aðra vinnu.


Menntun ungviðisinsFyrsti leikskóladagurinn
-Ég eldist óðum eins og fleiri.  Eitt merki þess er að núna er ég pabbi barns á leikskóla sem er merkilegur áfangi fyrir okkur feðga báða.  Hann virðist líta á þetta sem vinnu og þá með þann tilgang að færa heim sand í búið, 0,5 - 1 kg á dag.  Það gengur prýðilega þó ég eigi ennþá eftir að finna verkefni fyrir sandinn.  Unnur er sömuleiðis byrjuð aftur á leikskólanum (þeim sama) en kemur með minna af sandi heim.

Hér má sjá okkur Jakob Fróða fagna velheppnuðum fyrsta leikskóladeginum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Þú ert væntanlega að tala um vælandi leikmenn júnæted og chelski, þeir eru allir með tölu aumingjar og illa lyktandi kýr*****r.

Spurning að þú notir sandinn sem Jakob færir í búið til að útbúa styttu af Guðmundi Guðmundssyni. Þú getur þá sparkað í hana ef við töpum á móti spánverjunum.

Tveir dagar eftir af útlegðinni á Laugarvatni! Spurning að við bjóðum ykkur til grillveislu á sunnudagskvöldið til að halda upp á þetta!

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 20.8.2008 kl. 18:29

2 identicon

bronsstyttu? ertu ekki bjartsýnari en þetta, ætti hún ekki að vera úr skíragulli? svo má breyta mánaðarnöfnum yfir t.d. ólafsmánuð, guðjónsmánuð og fyrir nýbúa pettersonmánuð.

annars er best og hagkvæmast og náttúruvænast að gera styttuna úr áli. algjört undraefni sem framleiða skal á hverju skeri sem bökkum

kve

rolli (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Hárrétt Snæþór með ManU og Chelsea, ég hefði ekki getað orðað þetta betur.  Ekki það að mér dauðleiðist þegar naut eins og Gerrard lætur sig detta eins og portúgalskur vælukjói.  Grill er einhver besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi, við komum með rauðvínið!

Mr. Rölli, ég er úr hófi bjartsýnn, en ég held að við eigum ekki nægt magn af gulli í svona styttu nema í Seðlabankanum og þeir eru ekki aflögufærir um verðmæti blessaðir.

Karl Hreiðarsson, 20.8.2008 kl. 20:32

4 identicon

Hvað segirðu Kalli ertu ekki búinn að koma upp sandkassa á svölunum???

Kannski er sonur þinn nett að benda þér á það.

Auður Aðalbjarnar (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:12

5 identicon

Kalli snilldar pistill eins og alltaf.

Hvað sandinn varðar þá er drengurinn bara að reyna að segja foreldrunum að hann vilji sandkassa á svalirnar :) Byrjarður að safna sandinum í kassann.

Hann er greinilega sami snillingurinn og faðir sinn

 kv.Ella

Ella Þóra (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:34

6 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Þakka ykkur fyrir stúlkur.  Hann virðist reyndar vilja hafa sandkassann á baðherberginu eða í rúmi foreldra sinna en góð kenning samt með svalirnar.

Karl Hreiðarsson, 21.8.2008 kl. 21:26

7 identicon

Mikið var ég glöð þegar ég rakst bloggið þitt frændi!!

Fróði frændi! til hamingju með að vera byrjaður á leikskóla - það er SVO gaman

Mbk - Þórey

Kristjana Þórey (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband