Kjósum um aðildarviðræður að ESB

Ég mæli eindregið með grein Birkis, Sæunnar og Palla Magg í Fréttablaðinu á fimmtudaginn.  ESB málin eru gott dæmi um mál sem flokkakerfið ræður illa við.  Meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi aðild (sbr. þessa tveggja mánaða gömlu frétt, sjálfsagt má finna nýrri könnun) en bara einn flokkur hefur aðildarumsókn á stefnuskránni.  Sá flokkur leggur ekki meiri áherslu á málið en svo að fyrir kosningar er þagað um ESB til að fæla ekki möguleg atkvæði lengst til vinstri og greinilega engin áhersla var lögð á ESB-aðild þegar kom að gerð stjórnarsáttmála. 

Forystumenn hinna flokkana eru þess utan hræddir við að kljúfa flokkana í uppgjöri um ESB á landsfundum/flokksþingum og því er skynsamleg lausn að kjósa um hvort sækja beri um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu óháð öðrum kosningum þar sem eingöngu þetta stóra mál er til umræðu, án þess að flokkapólitík sé í forgrunni.

Gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu á skömmum tíma kalla á umræðu um hvaða efnahags- og samfélagsheild við viljum tilheyra til lengri tíma, ekki síst til að fyrirbyggja sveiflur eins og þessa, en meðal forystumanna í stærsta flokknum hefur viðmótið verið að engin synd sé verri en syndin að skipta um skoðun, þá skiptir engu hvort aðstæður breytast eða ekki.  Grasrótin í flokknum fær ekki að koma sínu á framfæri nema á tveggja ára fresti og þar breytist grundvallarstefna yfirleitt ekki í einu vetfangi þannig að þróunin hjá íhaldinu mun verða hæg þó undiraldan sé þung.

Nei, ég lít ekki á ESB-aðild sem sértæka lausn við efnahagsvanda dagsins í dag (enda verið hlynntur aðild lengi) en sjálfstæðismenn í  umræðuþáttunum (t.d. Ólöf Nordal í Silfrinu f.viku eða tveim) reyna yfirleitt að drepa málinu á dreif með þeim frasa.  Ef stjórnmál geta ekki snúist um að leysa vanda nútímans samhliða því að horfa fram á veginn er viðkomandi fólk algjörlega vanhæft til að vera í pólitík.

Við hvað eru andstæðingar aðildarviðræðna annars hræddir?  Ef ekki næst viðunandi samningur hlýtur þjóðin að fella hann rétt eins og Norðmenn hafa gert í tvígang.  Það er aldrei sagt upphátt en væntanlega telja andstæðingar viðræðna að þjóðinni sé ekki treystandi til að meta það.  Annars væri einboðið að nota einu leiðina sem við höfum til að fá raunveruleg svör við öllu fræðilegu deiluefnunum!   Er þjóðinni þá treystandi til að velja stjórnmálaflokka á fjögurra ára fresti?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Hermannsson

Skrifandi um efnahagsvandann sem nú steðjar að..... Hvað leggur framsóknarmaðurinn til að gert verði fyrir námsmenn sem nema erlendis núna á þessum síðustu og verstu dögum. Er ekki þjóðinni til framdráttar að það nenni einhver að yfirgefa skerið í nokkur ár til að koma svo til baka og nota nýfenginn fróðleik þjóðinni til framdráttar???

Nú hefur allt hækkað um ca 80% fyrir menn eins og mig sem nema í danaveldi, plús það að svo kemur Lín og skítur yfir okkur með lækkun lána sem kemur verst niður á okkur hálfdönum. Síðast þegar ég vissi voru flestir námsmenn erlendis akkurat í danmörku.. Og viðbrögðin hjá Þorgerði voru þau að hún sagði "við gerum bara ekki neitt".

Hélt nú að þegar ég tók þátt í opnu prófkjöri framsóknarmanna að ég hefði gulltryggt mína framtíð sem námsmaður.

Karl!!!!!!

komdu með lausnina, ég hef fulla trú á þér.

Ragnar Hermannsson, 22.9.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Hehe, þú fórst langt með að gulltryggja framtíð þína sem námsmaður með því þarfa verki, en því miður voru landsmenn ekki sammála þér.

Væri ekki ágæt lausn að framfærsluhluti námslána til náms erlendis væri í evrum eða í myntkörfu þeirra gjaldmiðla sem flestir íslenskir námsmenn nota?  Ég þekki þessi mál reyndar ekki neitt, vel má vera að einhver slík tenging sé nú þegar í útreikningi lánanna.  

Ég legg annars til að þú setjir traust frekar á Birki Jón heldur en mig í þessum málum, þó líkamleg þungavikt mín sé töluverð er pólitíska þungaviktin lítil hér, hann hefur amk betri aðstöðu til að tala áfram máli ykkar á Alþingi!

Karl Hreiðarsson, 22.9.2008 kl. 13:44

3 identicon

Auðvitað er þjóðinni ekki treystandi að kjósa líkt og sjá má í kosningum síðustu 15 árin.

Stundum kýs þjóðin líka "rangt" (sumir segja rétt- yfirleitt meirihlutinn) einsog einn vitleysingur - er á móti stækkun álvers sem fer þá stækkandi, vill flugvöll í burt sem er enn og kýs sér meirihluta sem verður að minnihluta og minnihluta sem verður að meirihluta og svo via vs á mánaða fresti.

Auðvitað eigum við ekki að fara í rökrænar viðræður við þá sem ráða og vita eitthva um evrópusamband...við eigum frekar að fara í viðræður eða skoða viðræður Össurar og Árna Matt í fréttablaðinu...miklu gáfulegra og gefur manni svo mikla innsýn í málið....hvað eru betri rök en þess "nei ég vil ekki" "ég vil víst" - frændsystkyni mín 6 ára eiga sín á mill, í sandkassanum, miklu gáfulegri rökræður.

Hélt að málið væri ekki flókið - fara í viðræður - leggja spilin á borðið og kjósa um það. Er þetta ekki hlutverk stjórnmálamanna að gera - þjóna okkur?

Svo er frekar leiðinlegt að mínu mati í evrópuumræðu hér er að þetta snýst alltaf um hvað við getum grætt mikið á aðild...ef við græðum ekki nóg þá tjaa fokk it...Getum við ekki spurt okkur hvað við getum gefið af okkur?

verð að viðurkenna að það kitlar mig að vera í evrópusambandinu - eingöngu vegna þess að mér finnst svolítið spennandi að vera partur af evrópskrimenningu...meira andlegir kostir (og örugglega gallar líka) frekar en að þetta komi Kaupþing betur

já Raggi ég held að þessi Birkir hafi alveg talað vel fyrir máli námsmanna - minnir það þótt framsóknarmaður sé

kve

rölli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 08:30

4 Smámynd: Ragnar Hermannsson

Mig vantar ekki ræður..... mig vantar að einhver stígi fram og segji "Þetta er rugl og nú lögum við þetta.

En rétt er það að Birkir er sá eini sem lætur málið sig varða.

Framsókn fær því "thumbs up"

Ragnar Hermannsson, 23.9.2008 kl. 10:47

5 identicon

Raggi, viðurkenni að Torres er góður knattspyrnumaður en Liverpool fær ekkert "thumbs up" fyrir það...

steig annars fram áðan og sagði "Þetta er rugl og nú lögum við þetta"...hélt að enginn hefði heyrt enn viti menn, 30mín síðar byrjuðu iðnaðarmenn á fullu við að laga íbúðina við hliðina á mér...alltaf röngu aðilarnir sem heyra í manni

bið að heilsa yfir atlantshaf og elliðarárvoginn eða er það elliðaárvoginn...hva heitir þetta eiginlega?

rölli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:56

6 Smámynd: Ragnar Hermannsson

Rölli.

Síðast þegar ég vissi var ekki nema einn virkur í framsókn (eða allavegna bara einn í einu) þannig að ég tel það vera í lagi að gefa "thumbs up" fyrir einn mann ef aðeins einn er virkur.

Annars gaman að sjá hvað þú svarar mér í einu og öllu. hehe

Heyrumst gömlu hundar

Kv: Rokkarinn

Ragnar Hermannsson, 23.9.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband