Fæst orð bera minnsta ábyrgð

Það er ansi margt sem maður gæti sagt um þessi Glitnis-mál en ætli ég leyfi ekki rykinu að setjast áður en gasprað verður hér um efnisleg atriði málsins.  Nógu mikið er nú þunglyndið yfir gengi krónunnar, OMX15 osfrv svo ég fari ekki að bæta olíu á þann eld en það hefur verið um það bil eina málið sem mér hefur dottið í hug að blogga um að undanförnu. Eins ömurlegt bloggefni sem það er.  Frekar ætla ég að fókusa á nokkur atriði í þessu þjóðnýtingarmáli sem hafa kallað á framtíðar to-do lista fyrir undirritaðan:

  • Ég sé að ég verð að eignast ljósvakamiðil.  Þegar ég lendi í því að erkióvinur minn rænir af mér tugum milljarða (amk að mínu mati) er ólíkt áhrifaríkara að eiga sjónvarpsstöð til að ræða málin við fyrrverandi aðstoðarmann sinn en bloggsíðu.  Ég ætlaði að nöldra í Jóni Ásgeiri fyrir að hafa ekki tekið slaginn og mætt í Kastljósið en eftir smá umhugsun er ég hættur við.  Að sjálfsögðu hefði ég líka tekið kaffispjall með gömlum samstarfsmanni framyfir grillun hjá Sigmari.
  • Eignast erkióvin.  Með tilvísun í þetta hér að ofan.  Erkióvini má nota til að kenna um eigin ófarir og koma í veg fyrir að maður þurfi að líta í eigin barm.  Þá er ég nú ekki að dæma í þessu máli þó það líti þannig út, enda hef ég ekki þekkingu til að fullyrða um hvort veð Glitnis hafi verið ótraust, hvort Seðlabankinn hafi ekki farið að lögum oþh.  Burtséð frá því er greinilega dýrmætt í fjölmiðlaslagnum að eiga slíkan nemesis með sögu sem getur ekki komið að málum þínum án þess að það sé yfir vafa hafið.  Á meðan einbeita fjölmiðlar (kostur er að eiga þá sjálfur) sér að því á meðan frekar en að skoða efnislega þætti málsins.  Mig vantar kandídata í erkióvinadjobbið, tillögur/umsóknir óskast.
  • Læra að hatast útí hið illa auðvald.  Maður sér á Moggablogginu og víðar hversu margir ljóma hreinlega yfir óförum hluthafa Glitnis og geta tæpast hamið gleði sína á ritvellinum yfir því hvernig fyrir þeim er komið.  Ég tek ekki þátt í þeirri gleði og er greinilega að fara á mis við mikla hamingju ef marka má þennan hluta netheims.
Ískalt mat, ef staða íbúðarlánsins hjá Frjálsa er skoðað er ég hræddur um að liðir 2 og 3 komi á undan þeim fyrsta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maddaman

Hahahha... þú ert snillingur

... en veistu að þú hefur verið klukkaður http://maddaman.blog.is/blog/maddaman/entry/657042/

maddaman, 1.10.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Takk f. það Jóhanna!

Úpps... ekki búinn að sjá það, fer í málið fljótlega

Karl Hreiðarsson, 1.10.2008 kl. 08:57

3 identicon

Jón Ásgeir: Sindri, sæll Nonni hérna.

Sindri: Sæll meistari!

Jón Ásgeir: Heyrðu, koddu með crewið þitt hingað, ég þarf að koma nokkrum upplýsingum á framfæri.

Sindri: Já ekkert mál. Á ég að semja spurn-

Jón Ásgeir: Ég er með spurningalistann klárann.

Sindri: Já ok. Þú ræður.

Jón Ásgeir: Já, ég ræð....

Þó svo að Jón Ásgeir sé stórglæpamaður þá er töluverð lykt af þessum máli öllu saman...

Dóri (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Ragnar Hermannsson

Þó að Jón Ásgei sé nú sennilega ekki saklaus með öllu þá held að Dabbi Kóngur hafi nú ekki alveg hugsað þetta mál til enda. Þó svo að Stoðir sé grunsamleg fjármálastofnun þá held ég að það sé að tvennu illu skárra að greiða fyrir rekstri hennar ef að hinn kosturinn er að rífa tugi milljarða úr vasa borgara (samanber sjóði 9 og 1 í Glitni). Nú er ég alseilis hræddur að að það ríði yfir alda gjaldþrota og sjuldasöfnunar sem ekki sér fyrir endan á.

Bjartsýniskveðjur frá Danaveldi.

Ragnar Hermannsson, 2.10.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband