Annar í Sigur Rós

Ég var lengi að sofna í gær og fram til hádegis var ég með gæsahúð.  Einhverjum myndi detta í hug að skrifa það á kulda eða pest en ég er við hestaheilsu og ofninn var í hvínandi botni.  Þetta kalla ég góða endingu á tónleikum!

---
Öndvegisdrengurinn Birkir Jón hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns í Framsóknarflokknum.  Því fagna ég mjög þó ég verði að viðurkenna að helst vildi ég sjá hann í formannsembættinu, enda gríðarlega duglegur, heiðarlegur og með skynsamlegar félagslegar hugsjónir í pólitík.  Ég gæti auðvitað leikið þann leik að taka formanninn sjálfur, segja svo af mér og skilja Birki þar með eftir með formannsstólinn en ég held hann byði mér ekki í gönguferð á Sigló-slóðum eftir það...

---
Hef lítið heyrt af ræðunum v.vantrauststillögurnar í dag en náði þó í skottið á Möllernum, Lúðvíki Bergvins og fleirum seinnipartinn.  "Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað" var það fyrsta sem kom upp í hugann.  Ekki eyddu þeir mörgum orðum í að verja gjörðir stjórnarinnar (enda ekki auðvelt mál) en þeir fóru mikinn í að lýsa því hvað stjórnarstöðuflokkarnir eru ómögulegir.  Það má vel vera en hverjum dettur í hug að þeir flokkar (eða aðrir) bjóði fram í óbreyttri mynd?

Þegar þessi vaðall hafði glumið hér í stofunni í einhverja stund spurði Unnur mig (hún er óvön að hlusta á beina útsendingu frá Alþingi, enda ekki með þennan pervisna stjórnmálaáhuga eins og ég) hvort þeir væru þriggja ára?  Góð spurning, en svarið er gengisfelling á þriggja ára börnum þannig að ég leyfi lesendum að svara því sjálfir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að gera orð mesta rokkara allra tíma, Björgvins Sigurðssonar, að mínum.

"Ég ég fer einhverntíman á tónleika með þeim mun ég skíta á gólfið"!

Þar hafið þið það.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Konan þín er greinilega jafn hrifin af pólitík og konan mín. Hún bloggar af miklum móð um fíflaskrúðgönguna...

Stefán Bogi Sveinsson, 25.11.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Hehe, ekki kemur þetta mér á óvart með smekk ykkar Björgvins Alli.  En þeir eru ekki allra eins og bestu sveitirnar eru æði oft. 

 Stefán Bogi: hver er síðan hjá frúnni? :-)

Karl Hreiðarsson, 26.11.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband