Piparúði í stað hríðskotariffla

Allt sem hægt er að segja um mótmælin fyrir framan lögreglustöðina við Hverfisgötu á laugardag hefur sjálfsagt verið sagt, en ég ætla nú samt að bæta nokkrum orðum við.

Ég á nefnilega svo erfitt með að skilja viðhorf æði margra samlanda minna um hvað sé eðlilegt af lögreglu að gera og hvað ekki.  Á Vísi var skoðanakönnun í vikunni þar sem tæpur helmingur þátttakenda sagði lögregluna hafa brugðist of hart við!  Það er eðlilegt að mörgum hafi verið heitt í hamsi vegna handtöku stráksins en við hverju bjóst fólk?  Að beðið væri inni með kakó og vöfflur í verðlaun þegar mannskapurinn hefði náð að brjóta sér nógu langa leið í gegn?

Í umræðu um ráðamenn hérlendis er oft á mótmælafundum kallað eftir afsögnum og skandalar þeirra þá oft bornir saman við smámál sem hafa fellt ráðherra í nágrannalöndunum.  Það sjónarmið get ég tekið undir í æði mörgum tilfellum.  En ekki er ég viss um að mótmælendur vildu skipta á íslensku lögreglunni fyrir aðra sveit því ekki dettur mér annað í hug en byssukjaftar hefðu mætt sambærilegum aðgerðum í hvaða landi sem er í kringum okkur.

Þó fólk sé eðlilega bálreitt útaf stöðunni í þjóðfélaginu er glórulaust að taka það út á lögreglunni.  Þeir sem þar vinna er bara venjulegt fólk, með myntkörfulán, skuldsetta bíla, pirrað út í Ríkisstjórnina (eða ekki pirrað) eins og hver annar.  Það er grundvallaratriði að þeir fái að vinna vinnuna sína í friði og án þess að tíma þeirra þurfi að verja í að standa vörð til að hindra æstan múg í innrás á lögreglustöðvar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Alþingismenn er nú líka bara venjulegt fólk, þó margir þeirra séu nú ívið ruglaðir en annað, þá sérstaklega þeir sem flykkjast á bakvið Jarp og Adda Kidda Gau.  Alþingismenn eru líka með myntkörfulán enda hefur fólk séð hve Björgvin er steinrunninn og fölur í framan þessa dagana.

Guðmundur Björn, 26.11.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Jamm, en Alþingismenn hafa nú líka löggjafarvaldið og bjuggu til rammann utan um kerfið sem nú hrundi þannig að ég skil betur þá sem beina reiðinni þangað, ekki að ég styðji innbrot á þeirra vinnustað eitthvað frekar... :-)

Karl Hreiðarsson, 26.11.2008 kl. 22:06

3 identicon

Nákvæmlega það sem ég er búinn að ver að segja.

Svo finnst fólki það svaka "issue" hvort lögreglan hafi varað fólk við gasinu! Eins og það sé eitthvað sem skiptir máli þegar aðstæður eru svona, æstur múgur búinn að brjótast inn á aðal lögreglustöðina á landinu?
Ég fullyrði að í flestum löndum hefði orðið blóðbað.

Andri Valur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ekki verjandi að lögreglan skuli standa ólöglega að handtöku á fánabera, á sama tíma og barnaníðingar, nauðgarar og aðrir misyndismenn ganga lausir (fyrir utan útrásarpakkið) vegna þess að ekki er pláss fyrir þá í fangelsum landsins.

Lögreglu ber auk þess að gæta meðalhófs í valdbeitingu, sem hún gerði ekki. Piparúði er af mörgum talinn hættulegur heilsu manna og mannréttindasamtök andmæla notkun hans.

Theódór Norðkvist, 27.11.2008 kl. 01:01

5 identicon

Í fyrsta lagi ertu að bera saman epli og appelsínur, fólkið var ekkert að taka út reiði á ríkisstjórninni þarna. Það var að MÓTMÆLA ÓLÖGLEGRI handöku, ertu heimskur eða hvað? Lestu ekki fréttir? svo er þetta ekkert spurning um að bera saman byssur eða piparúða eigum við ekki að fara alla leið og segja bara viljum við lögreglu sem að drepur mótmælendur eigum við þá að vera þakklát fyrir að þeir noti BARA piparúða? Hvað gengur þér til? Svo er klárt mál að það var búið að berja hurðina fyrir utan í mjög langan tíma og eðlilegt að lögreglan hefði sent út einhvern eða einhverja til að ræða við og róa fólkið, þá var ekki gert. Eftir á segist löggan hafa hvíslað í gegnum hurðina "farið út" áður en hún sprautaði á fólkið. Í lokin langar mig til að spyrja þig, Hefurðu fengið piparúða í augun á þér? NEI ! Prófaðu það og ég lofa þér að þú óskar þess að einhver komi og skjóti þig, þannig er nú það.

Oskar Steinn Gestsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:26

6 Smámynd: SM

við þurfum að miða við íslenskar aðstæður, hér er svona eiturárás(vörn) of sterk viðbrögð. Erlendis veit fólk þó við hvað það á að etja.

SM, 27.11.2008 kl. 09:47

7 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Óskar, ég gef mér að ástæðan fyrir því hversu margir mættu þarna hafi verið uppsöfnuð reiði í garð Ríkisstjórnarinnar, það kann að vera rangt en af einhverjum ástæðum voru þessi mótmæli samt í beinu framhaldi af Austurvallamótmælunum og auglýst þar.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri greindi frá því í Kastljósinu að lögreglumaður fór út með gjallarhorn sem var tekið af honum og eyðilagt.  Það gefur nú ekki til kynna sérstakan áhuga á að fólk hafi beðið í rólegheitunum eftir rökræðum.

Ég skil að ólöglegri handtöku sé mótmælt, enda afar slæm mistök en það réttlætir ekki innbrot á lögreglustöð.  Fólk sem brýst inn á lögreglustöð getur einfaldlega ekki verið undrandi á að reynt sé að hindra þeim inngöngu með valdi. 

Þó hlutir séu gerðir í nafni "mótmæla" hefur fólk ekki þar með bara frítt spil til að gera hvað sem því dettur í hug.

Karl Hreiðarsson, 27.11.2008 kl. 10:20

8 identicon

"Svo er klárt mál að það var búið að berja hurðina fyrir utan í mjög langan tíma og eðlilegt að lögreglan hefði sent út einhvern eða einhverja til að ræða við og róa fólkið, þá var ekki gert. Eftir á segist löggan hafa hvíslað í gegnum hurðina "farið út" áður en hún sprautaði á fólkið. "

Óskar mér er spurn hvort þú hafir kynnt þér málið... Eins og kom fram í fréttum í gær þá fór lögreglan út og með gjallarhorn til þess að vara lýðinn við en það vildi ekki betur en svo að gjallarhornið var rifið af honum og eyðilagt. Annað, segjum svo að þú sért lögrelumaður, hefðir þú viljað fara út um þessar dýr þar sem mesti æsingurinn var og rætt við fólkið bara á rólegu nótunum, ég hefði allavega ekki gert það fyrir mitt litla líf. Það var greinilegt á myndunum í gær að þetta var allt saman komið úr böndunum og mótmælendurnir eru ekki alsaklausir. Ég er alls ekki að segja að handtakan á Hilmari hafi verið rétt síður en svo en það er spurning um að missa ekki tökin á hlutunum sem greinilega gerðist þarna hjá mótmælendunum.

Anna (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:20

9 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Þessi viðbrögð lögreglunnar voru svo fullkomnlega eðlileg. Ég veit það allavega að ef einhverjir 500 brjálæðingar væru að reyna að brjóta sér leið inn á vinnustaðinn minn vegna þess að vinnuveitandinn hefði gert eitthvað af sér gagnvart einhverjum aðila þá hefði ég svo sannarlega gripið til allra þeirra vopna sem ég ætti til til þess að berja á vitfyrringunum.

Mér finnst það áhugaverð spurning að velta upp hvað hefði gerst ef ofbeldismennirnir (lesist mótmælendur) hefðu komist lengra inn? Hefðu þeir ráðist á þá starfsmenn lögreglunnar sem þar voru staddir? Hefðu þeir tekið einhverja saklausa símastúlkuna gíslingu þar til aumingjans andskotans aðgerðarsinninn hefði verið látinn laus? Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef lögreglan hefði ekki gripið inní þegar hún gerði og með þeim hætti sem hún gerði það.

Fólk verður að átta sig á því að þessi skríll sem þarna réðst til inngöngu eru rusl þessa lands, þeir eru hótinu verri heldur en skríllinn sem heldur til á Alþingi þessa dagana því að jú, sá skríll er allavega að reyna að gera eitthvað til að bæta ástandið þó svo að hugmyndaauðgin sé lítil. Ég get lofað hverjum sem er að ef að þessir ofbeldismenn sem réðust á lögreglustöðina kæmust til valda þá yrði hér blóðug styrjöld og pyngjurnar okkar yrðu enn tómari en þær eru í dag. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, vegna þess að þeir sem grípa til svona aðgerða til þess eins að reyna að ná einhverjum manni út af lögreglustöð, manni sem svo sannarlega á eftir að sitja af sér 14 daga í fangelsi, já svona aðilar munu, þegar tækifærið og aðstæðurnar leifa, misþyrma einhverjum borgurum landsins og njóta þess.

Já og þú þarna Óskar Steinn Gestsson. Ég legg til að þú veltir því fyrir þér hvort að þessar aðgerðir sem þú tókst greinilega þátt í og fékkst sennilega rífandi bóner yfir hafi virkilega verið nauðsynlegar til þess að mótmæla ólöglegri handtöku. Hvers vegna ekki bara að fara leiðina sem menn fara í þjóðfélagi eins og okkar og látta lögmenn og dómstóla dæma um þetta. Þú og þínir líka skemmdu málstað allra þeirra sem eru að mótmæla þjóðfélagsástandinu og því verð ég að spyrja þig þessara áleitnu spurningar sem þú spyrð pistlahöfundinn hér að ofan. Ertu heimskur, eða hvað?

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 27.11.2008 kl. 10:41

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

...þeir eru hótinu verri heldur en skríllinn sem heldur til á Alþingi þessa dagana því að jú, sá skríll er allavega að reyna að gera eitthvað til að bæta ástandið þó svo að hugmyndaauðgin sé lítil. ...

Ertu að meina þá sem halda til inni á Alþingi?

Theódór Norðkvist, 27.11.2008 kl. 10:59

11 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Theodór: Já.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 27.11.2008 kl. 11:17

12 identicon

Óskar Steinn Gestsson, að brjótast með valdi inn á lögreglustöð er ekki frekar mótmæli en þegar einhver stelur sjónvarpi til að mótmæla háu bensínverði.

Þetta voru mótmæli hjá meirihlutanum fyrir utan, en breyttist síðan í óeirðir hjá litlum stjórnlausum hópi.

Einhver sagði á blogginu að í svona óeirðum væru margar hendur en enginn heili. Ég held að þessi hópur sem braust inn hafi sannað þá samlíkingu.

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:43

13 identicon

Hárrétt hjá þér. Enda þeir sem brutust inn á lögreglustöðina og styðja slíkar aðgerðir eru ekkert nema glæpamenn, skríll og anarkistar.

Gestur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:05

14 identicon

Það hefði ekki verið slæm hugmynd fyrir lögreglustjórann að byðjast afsökunar á því að þeir hefðu ekki varað fólk við áður en þeir dældu þessum piparúða í augun á fólki.

Svo finnst mér fráleitt að segja að við séum heppin að lögreglan hér á landi sé ekki vopnuð og að þess vegna eigum við að vera sátt við piparúða í augun en ekki byssukúl. Þarna varð þeim á í starfi og væri því líklega best til þess að róa fólk að segja bara afsakið þetta var frekar glatað hjá okkur.

Árni (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:06

15 identicon

Það var reynt að vara við!!! En enginn vildi hlusta...heldir brjóta og bramla

Anna (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:55

16 Smámynd: Walter Ehrat

"Það var reynt að vara við!!! En enginn vildi hlusta...heldir brjóta og bramla"

Anna. Þú virðist hafa talsverðar áhyggjur af skemmdunum sem urðu. Ég hef mun meiri áhyggjur af því af því ofbeldi sem var beitt af lögreglu gegn fólki. Að meiða fólk er mun alvarlegri hlutur en að brjóta rúðu. Þetta fólk sem var þarna var að reyna að fá svör við því afhverju Haukur (ekki Hilmar eins og þú kallar hann!)var tekinn fastur og ekki látinn laus strax og ljóst var að handtakan var ólögleg.

Þessir mótmælendur vor venjulegt fólk sem gengur í skóla eða er í vinnu, nágrannar okkar og vinir og það er enginn ástæða til að ætla það að þau hafi ætlað að meiða eða skaða nokkurn lögreglumann. Þau vildu bara fá svör.

Það er ekki satt að það hafi verið varað við. Ef það var gert þá var það á bakvið lokaðar dyr og lítið gagn að kalla upp í eyrað á næsta lögregluþjóni GAS! Það var farið út með gjallarhorn EFTIR að búið var að sprauta piparúðanum og því frekar seint að ætla að reyna að nota það sem réttlætingu á ofbeldinu.

Það var fólk með börn og barnavagna rétt utan við tröppur lögreglustöðvarinnar sem átti einskis ills von. Margt fólk þarna voru vegfarendur sem voru bara að forvitnast hvað væri að ske enda svæðið á engan hátt afmarkað og öllum frjálst að fara þarna um.

Það má þakka fyrir að enginn slasaðist alvarlega þegar fólkið þusti útúr andyrinu og niður tröppurnar. Það hefði hæglega einhver getað dottið og troðist undir mannfjöldanum. Piparúðinn sprautaðist yfir fólkið í andyrinnu og út á tröppur þar sem fólk var sem vissi ekkert hvað var að ske þar inni.

Auðvitað má fólk búast við viðbrögðum þegar er brotist svona inn en spurningin er, hvort finnst ykkur betra að slasa fólk til að verja eignir eða ræða málin og koma í veg fyrir svona uppá komur.

Walter Ehrat, 27.11.2008 kl. 18:26

17 identicon

Ótrúlegt væl í sumu fólki. Piparúði í augu er ekki hættulegur, hann er hannaður úr náttúrulegum efnum og einn af hverjum hundrað þola ekki úðann vegna asma. En sá einn af hverjum hundrað vill örugglega frekar fá úða á sig heldur en að verða laminn með kylfu sem lögreglan í öllum öðrum löndum hefði gert.

Skítapakkið sem stóð þarna fyrir utan hefur aldrei unnið handtak á ævinni en vill skapa læti og vesen þess á milli sem þeir liggja heima hjá sér í móki

Eiríkur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:50

18 Smámynd: Walter Ehrat

Piparúði er stórhættulegur og á ekki að nota nema brýna nauðsun ber til og enginn önnur úrræði eru fyrir hendi.

Piparúði getur valdið ofnæmisviðbrögðum sem geta endað með dauða. Hjartveikir geta fengið hjartaáfall, Blindað fólk getur dottið niður stiga, orðið fyrir bíl o.f.l. ef enginn er til að hjálpa þeim. Æsingurinn sem notkun piparúða getur valdið múgæsingu og ofsahræðslu þar sem fólk hleypur yfir fólk sem dettur og treður það undir.

Það er háalvarlegt mál að nota þetta efni!

Það er samt rétt að piparúði er alla jafna hættuminni en byssukúla í höfuðið en það afsakar samt ekki að nota það án þess að vara fólk við áður.

Í Bandaríkjunum hefur piparúði orðið valdur að dauða 60 manns. Ég get verið sammála að það geti verið nauðsynlegt að nota efnið til að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru trylltir og eru hættulegir öðrum eða sjálfum sér. t.d. veifandi byssu og með hótanir um að valda dauða. Lögreglumenn á laugardaginn voru vissulega ekki í hættu að verða fyrir líkamsmeiðingum, því var aldrei hótað og ekkert gaf það í skyn. Fólk vildi bara fá svör.

Sumir segja að notkun piparúða sé ein útgáfa pyntinga vegna mjög mikils sársauka í allt að 45-60 mín. Eru virkilega svo margir hér fylgjandi pyntingum?

http://mediafilter.org/caq/caq56pepper.html

Walter Ehrat, 27.11.2008 kl. 19:07

19 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Walter... fólkið á laugardaginn var ekki að leita að svörum. Það var að fíla það að ráðast á lögreglustöðina, það hefði engu skipt hvað hefði verið sagt við það, aldrei. Enda ráðst þeir sem eru að leita að svörum ekki á byggingar. Það er hreint og klárt heimskulegt.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 27.11.2008 kl. 19:35

20 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Jamm, það er háalvarlegt mál að nota þetta efni og slæmt ef það er gert án viðvörunar en það er líka grafalvarlegt mál að ráðast inná lögreglustöð, burtséð frá því hvert tilefnið er.  Eftir gas-málið uppá Suðurlandsvegi í sumar skil ég eiginlega ekki hvernig fólk bjóst ekki við að fá gas í andlitið við þessa framkvæmd? Þá var verið að stöðva umferð og óhlýðnast lögreglu, ekki að brjótast inní höfuðvígið.

Þó fólk sé að leita svara vegna einhverra mála hefur það einfaldlega ekki rétt á því að brjótast inn ef ekki er búið að svara spurningum þess fyrir utan lögreglustöðina á x mínútum.  Ég get ekki dæmt nema af fréttamyndunum en af þeim að sjá skil ég vel að löggan ályktaði ekki sem svo að þetta fólk væri bara á leiðinni inn til að rökræða lögfræði í rólegheitunum.

Karl Hreiðarsson, 27.11.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband