Er eðlilegt að barma sér yfir þessu á föstudaginn langa?

Fátt þykir mér skemmtilega en að fara á góða tónleika.  Í sumar mun ég ná að sjá tvær af mínum uppáhalds hljómsveitum, frá tveimur tímabilum á minni örstuttu ævi.  18.júní ætla ég að sjá hina goðsagnakenndu meistara í Kiss spila í Stuttgart og rætist þar með 22 ára gamall draumur.  Magnað alveg, var gjörsamlega búinn að afskrifa þennan möguleika.  Ef Guðmundur Hafsteinn Viðarsson, minn gamli æskuvinur gúgglar sig einhvern tímann og lendir á þessari síðu er rétt að það komi fram að hann ætti að sjálfsögðu að fara með mér á þetta gigg.  Ef lífið væri bandarísk kvikmynd myndum við Gummi hittast fyrir utan tónleikana, eiga miða hlið við hlið og endum svo kvöldið á góðu spjalli við Paul Stanley og Gene Simmons þar sem við syngjum saman helstu slagarana.  Líkurnar á þessu eru hóflegar en ef einhver sem þetta les er með símann hjá Gumma má viðkomandi alveg setja inn athugasemd eða senda mér póst á karlhr @ gmail.com (þessi bil eiga auðvitað ekki að vera þarna, eru veikburða tilraun mín í baráttunni við ruslpóstinn).  Ég reyni að vera raunsær og bind helst vonir við að Unnur muni taka ástfóstri við Kiss eftir þessa upplífun lífs hennar.

Sex dögum síðar mun ég fara ásamt heiðursfólkinu Sverri Sigmundar og Rannveigu spúsu hans á Radiohead í London en þeir settu mig gjörsamlega á hliðina fyrir rúmum 10 árum með útgáfu OK Computer.  Síðan þá hefur samband okkar verið stormasamt en ég fylgi þeim enn að málum þrátt fyrir að þeir hafi farið yfir öll mörk sérvitrunga. 

Þetta er dágott plan og ef ég væri nægjusamur og skynsamur ætti ég ekki að þurfa að fara útúr húsi á árinu en samt vera sáttur.  Ég er hinsvegar ekki nægjusamur og þegar kemur að þessari hljómsveit á ég erfitt með að vera skynsamur.  Nú voru mér nefnilega að berast fréttir sem verða til þess að ég veit að ég mun verða eirðarlaus og ómögulegur hluta af árinu.  Pearl Jam voru að tilkynna 10 tónleika á austurströnd Bandaríkjanna í júní!  Þannig að dagana sem forsala aðdáðendaklúbbsins stendur yfir og svo aftur þegar tónleikarnir verða veit ég að ég mun gæla við þá veiku von að ég muni sjá eitthvert af þessum giggum.  Það er þó fyllilega óraunhæft og tímasetning tónleikana gæti ekki verið verri hvað mig snertir en samt mun undirmeðvitundin reyna að koma mér þangað yfir.  Til að bæta gráu ofan í svart munu Kings of Leon hita upp fyrri part ferðarinnar, þvílík örlög að missa af þessu!

Ef einhver eigandi einkaþotu les þetta og verður djúpt snortinn yfir þessu lúxusvandamáli, þá er númerið mitt í símaskránni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá einmitt Pearl Jam í London í fyrra. Ég man ekki hvort ég var búinn að segja þér frá því.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:49

2 identicon

Já Pearl Jam, ég sá þá einmitt líka, í Lisabon í maí árið 2000...mörgum mörgum mörgum árum áður en þú sást þá í fyrsta skipti HAHAHA

Annars aldrei að vita nema ég verði forfallinn Kiss aðdáandi eftir tónleikana og fari að mála mig eins og Gene Simmons svona dags daglega ;)

Unnur Ösp (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 17:54

3 identicon

OK Computer er svoooo mikil snilld. Þurfti að kaupa mér diskinn tvisvar þar sem ég hlustaði á hann þar til hann varð ónýtur.

Pearl Jam.. er of góð hljómsveit. Frábært þegar söngvari REM sagði frá fyrstu kynnum sínum við Eddie Wedder en Eddie karlinn er víst ekki sá allra liprasti í mannlegum samskiptum.

Michael Stripe: "You´re the singer in Pearl Jam, right?"

Eddie Wedder: "Shut up."

Samtalið náði ekki lengra

alman (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:45

4 identicon

Saga Ölmu minnir mig á aðra góða sögu en aðalpersóna þeirrar sögu er ekki minni meistari en gamli góði Wedder, þ.e. Kristján nafni minn Guðjónsson.

Ungur drengur kemur inn á "Billann" og spyr hvort hægt sé að fá keypta pylsu.

Krilli: Nei

Drengur: Ertu með einhverjar samlokur?

Krilli: Nei

Drengur: Ertu ekki með neitt að borða hérna?

Krilli: Drullaðu þér út!

Nafni minn er meistari og það er mikil synd að hann sé ekki lengur með verslunarrekstur á gömlu góðu vík.

Kristján Þór (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 15:12

5 identicon

kalli þetta er nautn dauðans

 myndi hreinlega borga mig bara inn á sjá þig taka slagara með kiss, það yrði óborganlegt

...kúti þyrfti að fá krilla í að kenna mannleg samskipti og almenn þjónustutrix

kveðjur bestar

rolli 

rolli (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband