Grautur

Hverjir eru eiginlega stuðningsmenn Árna Mathiesen?  Nú fylgist ég ágætlega með pólitísku snakki en einhvern veginn finnst mér Árni ávallt vera einn á báti þegar að honum er sótt.  Hvort sem um er að ræða útaf kaupum bróður hans og co á eignum ríkisins á Keflavíkurflugvelli, v/ráðningar Þorsteins Davíðs eða nú vegna óvenjulegs svarbréfs til umboðsmanns Alþingis.   Ég hef haft á tilfinningunni að hann eigi ekki mikið bakland eða marga heita stuðningsmenn.  Sá grunur var nú eiginlega staðfestur í prófkjöri íhaldsins í Suðurkjördæmi 2006 þegar fyrrverandi fangi gerði ansi harða atlögu að þáverandi (og núverandi) fjármálaráðherra.  Einstakt alveg.

Er ég einn um þá tilfinningu að ansi margir kjörnir fulltrúar hafi komist þangað með því að sýna lagni í að stuða sem fæsta og með því að skapa sér ekki óvini innan stjórnmálaflokkana?  Árni er kannski ekki gott dæmi í ljósi þess hvað hann hefur verið að sýsla í vetur  en fram að þessu hefur hann nú verið sérstaklega atkvæðamikill ráðherra.   Þessar týpur geta lent í vandræðum þegar viðkomandi lendir í hringiðu erfiðra mála, eins og Árni nú.  En ég á nú annað og betra dæmi en Árna upp í bakhöndinni, Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi íhaldsins.

Hún sagði á borgarstjórnarfundi eins og frægt er orðið 16. október 2007 og beindi orðum sínum að Birni Inga og Framsóknarmönnum í borginni:

Ég vona svo sannarlega að ykkur líði ekki vel, mér líður hins vegar vel

Til að kóróna þessa verstu ræðu sem ég hef heyrt var málrómur hennar þannig að engum duldist að henni leið ekki beint vel.  Var í stórkostlegu ójafnvægi.  Ekki má hósta á nýja borgarstjórann án þess að hann fari uppá háa c-ið að kvarta yfir ósæmilegum ummælum, hvað ætli honum þyki um þessi ummæli núverandi samstarfsmanns síns? 

Annars hlýtur hún bara að hafa beðist afsökunar á þessu, það fór þó framhjá mér. 

-----------------
Til að drepa ekki ópólitísku lesendur þessarar síðu úr leiðindum ætla ég að venda kvæði mínu í kross og fjalla um nýjar íslenskar bjórtegundir!   Fátt er jafn spennandi eins og slík skrif... Smakkaði loksins Skjálfta sem hefur selst upp reglulega í Heiðrúnu þessar fyrstu vikur  en þvílík vonbrigði.  Eins og honum hafði verið lýst fyrir mér taldi ég að þarna væri kominn ljós-dökkur maltbjór, sérsniðinn að mínum þörfum en ekki þótti mér mikið til koma.  Vonandi eru einhverjir aðrir með aðra skoðun á þessu því framtakið er gott, umbúðirnar flottar og einkar svalt nafn.  Það dugir þó ekki til að ég leggi mér þetta aftur til munns.

Í sömu ferð verslaði ég El Grillo bjór Seyðfirðinga sem er þó bruggaður hjá Ölgerðinni eftir því sem ég best veit.  Þar er hinsvegar gæðaöl á ferðinni, bragðmikill en þó ekki beiskur, töluvert sætur án þess að vera í hópi hlandbjóra.  Thumbs up og Siv Friðleifsdóttir fær prik fyrir að láta dæla olíunni úr skipinu og þar með leggja grundvöllinn að þessum gæðabjór.  Engum hefði dottið í hug að nefna bjór eftir umhverfisslysi.

-----------------
Þessi færsla var furðulegur samtíningur en ég mátti ekki bara til þess hugsa að detta í þann pytt að láta viku líða milli blogga.  Þrátt fyrir að hafa varað lesendur við væntanlegri bloggleti minni eru illa uppfærðar síður auðvitað ekki til sóma og ég þarf auðvitað að blogga eins og vindurinn til að ná Flokknum upp nú þegar Þjóðarpúls Gallup er að klára sínar mælingar í mars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ná í haglabyssu, hlaða og skjóta sig í hægri löppina, hlaða aftur og skjóta sig í vinstri löppina (ef eitthva sem heitir vinstri á manninum )...hlaða aftur og skjóta sig aftur í hægri, hlaða enn og ný og skjóta sig í vinstri sköflung...og svo videre

(er ekki viss hvort árni hafi þurft að hlaða á milli skota enda er ég óglöggur á vopn)

Eyþór meistari "El Grillo" er alveg pottþétt að standa sig - smakkaði þennan bjór einhvern tímann á Láruni á Seyðó að mig minnir - ef mig minnir rétt um að ég hafi smakkað hann þá svíkur minnið mig um hvernig hann bragðaðist enda almennt seyðóástand á mínum

röllz (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:48

2 identicon

Talandi um hlandbjóra. Er ekki tilfellið að Carlsberg er einn þeirra? Ha?

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:04

3 identicon

Hlakka mikið til að smakka Skjálfta (kemur Ragnar eitthvað nálægt þeirri bruggun?). Ég er eindreginn stuðningsmaður rauðra bjóra og hef drukkið ötullega af þeim hér í Könödu.

Viðurkenni þó að hafa "tekið Sjána á þetta" nokkrum sinnum og orðið vonsvikinn. En ég hef oftar en ekki veðjað rétt! Hef þó aldrei ná að hafa jafn rétt fyrir mér í áfengiskaupum og þegar ég keypti bláu margarítuna á þeim sisslandi heita stað Ruby Tuesday hér um árið.

Kristján Þór (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Alli, menn hafa verið settir í fangelsi fyrir minna pirrandi ummæli en þessi!

Ég veit ekki til þess að Skjálftinn komi nálægt gerð ölsins, ekki nema hann leggi til gall í framleiðsluna...

Bláa margarítan var svo ægilega vond og miðað við verð örugglega versti drykkur sem nokkur hefur keypt á bar síðasta áratug.  Þakka fyrir að þú hafir ekki flosnað uppúr námi til að vinna fyrir þessu, það hefði mátt kaupa sómasamlegan bíl fyrir þetta verð, amk bílinn sem ég átti á þessum tíma, blessuð sé minning Mözdu 323.

Karl Hreiðarsson, 29.3.2008 kl. 01:09

5 identicon

1250 krónur kostaði hún. Það er svona 3970 í dag.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Auðvitað mátti treysta á að þú myndir þetta, snilld.  Borgaði vesalings Stjáni ekki fyrir ykkur Ómar líka, svona til að bæta ykkur upp vonbrigðin af því að hafa keypt hroðalegan drykk fyrir vikunámslán?

Karl Hreiðarsson, 29.3.2008 kl. 12:38

7 identicon

Það var keyptur einungis einn blár drykkur og Stjáni borgaði hann. Djöfull sem þetta var foxvont! Og í fati sem

var álíka stórt og gervihnattardiskur.  

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 14:50

8 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Eins og allt annað gott í þessum heimi Karl, þá kemur besti bjórinn frá austurlandi.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 31.3.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband