Ólafur F og týndu samstarfsmennirnir

Borgarstjóranum helst ekki vel á samstarfsmönnum.  Frá síðustu kosningum man ég í svipinn eftir þremur nánum samstarfsmönnum sem hann hefur losað sig við eða öfugt.  Fyrst má nefna kosningastjóra F-listans sem fór hamförum í Silfrinu í vetur og hef ég aldrei heyrt aðrar eins lýsingar á stjórnmálamanni frá kosningastjóra sínum.  Svo er það auðvitað varaborgarfulltrúi hans, Margrét Sverrisdóttir, og nú síðast aðstoðarmaður hans, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, sem er verið að að setja endanlega út í kuldann núna.  Ég hef gefið fréttum af pólitískum aðstoðarmönnum gaum í mörg ár (ég veit, ekki beint gáfuleg bölvun þetta áhugamál) en ég man ekki eftir að aðstoðarmanni hafi verið hent á dyr eftir svo skamman tíma áður. 

Ég þekki Ólaf F ekki persónulega en það er eitthvað sem segir mér að þetta sé ekki tilviljun.  Fyrir því er yfirleitt góð ástæða ef menn enda ávallt sem einfarar í pólitík.

Ég gef Jakobi Frímanni þrjá mánuði í viðbót.  Borgarstjóri mun útskýra brotthvarfið með því að trúnaður hafi verið brotinn.  Raunverulega ástæðan verður að JFM kaupir ekki þá tuggu borgarstjórans að litlir uppbyggðir "19. aldar" kofar við Laugaveg séu upphaf og endir framþróunar alheimsins.

Gísla Marteini gef ég tvo mánuði þangað til hann snappar opinberlega yfir að Ólafur ræðir ekki stórmál við samstarfsflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta virðast allt vera mjög geðveikislegar ákvarðanir hjá einræðisherranum sem líka virðist fótum troða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: neytandi

Sæll Karl

Já það er komin upp alvarleg staða á stjórnarheimili Borgarstjórnarflokkanna þegar Borgarstjóri tilkynnir fyrirfram álit nefnda sem ekki hafa fengið tiltekin mál til umfjötlunar og þetta hefði einhver kallað ofstjórnun en það versta er að Sálfstæðisflokkurinn mun bíða varanlega skaða af svona stjórunarstefnu og því að mér finnst hann vera í gúslingu.

Hann kæmi betur út að slíta þessu samstarfi og efna til nýrra kosninga á þeim málefnagrunni sem við höfum staðið fyrir í borginni okkar í áratugi.

neytandi, 29.7.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Bumba

Ja detti nú fótur. Skil hvorki upp né niður í hlutunum lengur. Eina sem ég er sammála, burtu með þenna Listaháskólakassa, og mest af innihaldinu líka. Með beztu kveðju.

Bumba, 30.7.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband