Fyrst Davíð og Baldur, svo þið hin

Fyrir nokkrum dögum var mér bent á af fyrrverandi kjósanda íhaldsins að fylgjast með aðsendum greinum manna í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins.  Ekki var ástæðan sú að þarna mætti finna innblásna og skemmtilega lesningu á erfiðum tímum heldur til að vekja athygli á  forgangsröðunina hjá Sjálfstæðisflokknum.  Miklu púðri er eytt í atvinnuöryggi eins formanns bankastjórnar, eins ráðuneytisstjóra en hvar eru allar greinarnar eða bloggin frá lykilmönnum íhaldsins um 14 þúsund atvinnulausa Íslendinga og lausnir handa þeim?

Hvar eru stóru orðin um þessa fjórtán þúsund?  Af hverju skrifar fyrrv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ekkert um þá?

Ástæðan er einföld, fyrst kemur flokkurinn og hans dyggu liðsmenn, síðan (ef tími vinnst til, í Guðs bænum ekki halda í ykkur andanum) er það rest.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega - þetta er forgangsröðunin.

Arinbjörn Kúld, 9.2.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Hlédís

Smá aukainnskot!   Merkilegt að lesa "aðsendar greinar" Mogga frá gagnrýnendum fyrrv. stjórnar. Þær voru margar í síðasta sunnudagsblaði - ca 3 - 4 vikna gamlar, eða eldri og því al-úeltar! Bókstaflega dónalegt að birta þær nú, nema höfundar hafi verið spurðir sem ég efast um.

Hlédís, 10.2.2009 kl. 08:27

3 identicon

Áróðursvélin malar.

Vittu til Sigurður Kári er ekki hættur að tala um skattahækkanir, þó búinn að fá afdráttarlaust svar. Hann mun halda áfram fram að kosningum að tala um skattahækkanir - hann sagði samt ekki orð fyrir rúmum mánuði þegar tekjuskatturinn var hækkaður.

Andri Valur (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:03

4 identicon

Er blekið búið í pennanum... ;o)

Dóri (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:20

5 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Rétt Dóri, lyklaborðið var þurrausið, held það hljóti að styttast í nýja færslu samt :-)

Karl Hreiðarsson, 19.3.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband