Eiga Framsóknarmenn ekki að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni?

Nú er uppi fótur og fit vegna þess að Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir að samþykkja drög að stjórnarsáttmála VG og S.  Telja margir æstir bloggarar að athyglissýki og sýndarmennska ráði för.  Hvernig fólk fær það út er mér hulin ráðgáta þar sem augljóslega enginn vill að landið sé án ríkisstjórnar og því varla mikið á því að græða að tefja myndun stjórnar.

Það er mun heiðarlegra að útkljá álitaefni núna, áður en stjórnarsáttmálinn er naglfestur heldur en þegar þessi gríðarlegu stóru mál munu koma upp í þinginu.  Eða hvernig er það, vill fólk ekki að sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiði atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni?  Ekki hefur mér heyrst vera mikil stemming fyrir því í þjóðfélaginu að þingmenn greiði bara atkvæði eftir pöntun, hvað sem þeim raunverulega finnst um málin. 

Framsóknarflokkurinn ætlaði aldrei að gefa út óútfylltan tékka fyrir stuðning við þessa ríkisstjórn.  Strax í upphafi voru skilyrðin sett fram þannig að það þarf ekki að koma neinum á óvart.

Samþykkjum raunhæfar aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum sem sérfræðingar meta sem framkvæmanlegar, en ekki innihaldslaust orðagjálfur sem mun ekki ganga upp þegar á reynir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Hárrétt. Framsóknarmenn eiga að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni.  Gallinn er bara sá að Framsoknarmenn hafa enga sannfæringu og hafa ekki haft hana síðan Eysteinn var og hét. 

Dunni, 31.1.2009 kl. 17:16

2 identicon

Ég veit ekki um aðra en mér finnst þessi staðhæfing Dunna bera vott um meðalgreind.  Ég er hins vegar sammála Karli um menn eru full fljótir að dæma framsóknarmenn í þessu máli.  Er framsókn eftir allt saman ekki að bjarga þjóðinni frá valdakreppu.  Eða hvaða aðra kosti eru menn að sjá í stöðunni hvað varðar stjórnarmyndun?

Steini (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:23

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Leyfi þér að sjá um greindarprófin Steini, en mér leiðist að fólk sé að alhæfa e-ð bull um pólitíska andstæðinga.

Karl Hreiðarsson, 31.1.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Ólafur Helgi Rögnvaldsson

Þakka þér Kalli fyrir að koma þessu á framfæri.  Mér finnst þetta ekki hafa komið nægilega ljóst fram í fréttum og mér fannst e-n veginn eins og Framsókn ætlaði að rétta bara upp hönd og segja já og amen við öllu sem að VG og Samfylkingin legði fram.
Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í kosningunum í vor og fróðlegt að sjá hverjir eru að melda sig inn í Framsókn, Sigmundur, Gummi Steingríms, Þráinn Bertels og ég heyrði eitthvað minnst á Sigmund Erni í dag.  Hef ekki skoðað það nánar.
Ég get samt ekki kosið Framsókn í vor, sór eið um að kjósa þann flokk aldrei framar.  Þessar mannabreytingar hafa því lítil áhrif á mig, ég verð að standa við orð mín.
Verst hvað það eru fáir flokkar eftir sem ég get kosið...en ég hlýt að finna einhvern.

Kveðja frá höfuðstaðnum,
Óli Helgi.

Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 31.1.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Geysi gaman að rekast hér á gamla skólafélaga!  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að nokkur sjái hvað þú gerir í kjörklefanum   "Kveðja frá höfuðstaðnum", ég tek það þá sem svo að þú sért búinn að feta í fótspor systur þinnar og fluttur til Húsavíku?

Ægir: það er mikill misskilningur að Framsókn vilji vera aðal.  Ef svo væri hefði flokkurinn einfaldlega setið í stjórninni með VG og S eða myndað stjórn með D og F.  Mér finnst það til mikils mælst að ætlast til að þingmenn gefi út óútfyllta víxla um stuðning sinn, við stjórn sem NB hefur ekki þingmeirihluta.  Hvað sem ég segi hér skiptir reyndar engu máli, af bloggum þínum að dæma er þér Framsóknarflokkurinn greinilega ansi hugleikinn og rangfærslurnar enn fleiri en færslurnar um flokkinn sem þó eru fimm síðasta sólarhring.

Karl Hreiðarsson, 1.2.2009 kl. 01:27

6 identicon

Hvenær hafa stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, greitt atkvæði skv. sannfæringu sinni?  Það sem flokkurinn mælir um er það sem gera skal. 

Enda hafa þingmenn sjálfir verið að kvarta yfir því að þeim líði eins og afgreiðslufólki á kassa þar sem varan rennur í gegn án nokkurar gagnrýni og umræðna.

Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 07:12

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Samviskan á að ráða hvort sem það er hjá framsóknarmönnum eða öðrum. Rétt. Maður getur nú samt ekki annað en velt því fyrir sér hvar samviska vel flestra þingmanna og ráðherra hefur verið síðustu árin???

Arinbjörn Kúld, 1.2.2009 kl. 08:32

8 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Ég ætlaði ekki að fara í hvað menn hafa gert undanfarin ár, en ég vildi bara benda á eitt með þessu bloggi:

Við erum flestöll sammála um að þingmenn eigi að greiða atkvæði skv. sannfæringu sinni.  Nú þegar hyllti undir að ríkisstjórn VG og S með stuðningi B yrði mynduð var gríðarlegur hópur fólks hér á moggablogginu og víðar sem ætlaðist til þess að þingmenn B myndu greiða atkvæði með ríkisstjórninni óháð því hvaða skoðun og trú þeir hafa á aðgerðunum sem hún ætlar að framkvæma.  Það finnst mér vera ansi mótsagnakennt og ég efast um að þeir sem hæst hafa hér látið vilji að þingmenn séu eins og starfsmenn í afgreiðslu.

Karl Hreiðarsson, 1.2.2009 kl. 11:36

9 Smámynd: Dunni

Ég hef kannski misskilið eitthvað hér.  En ég man ekki betur en að Sigmundur Davíð hafi riðið á vaðið og borðið stjórn Samfylkingar og VG hlutleysi og að verja hana falli. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið sannfæring Formannsins unga.

Þegar til kastanna kemur verður það ljóst að þetta var bara ekki sannfæring hans. Hann fór fram undir fölsku flaggi, eða einhver hefur kippt í spott. Veit ekki hvað gerðist.  En allt í einu er flokkurinn farinn að ráðsgast með stjórnarsáttmála ríksistjórnar sem hann treystir sér ekki til að eiga aðild að.

Sigmundur lofaði hlutleysi og að verja stjórnina falli.  Það var það sem hann átti að gera og ekkert annað. En hann stóð ekki við stóru orðin er er nú orðinn strengjabrúða flokkseigendanna.  Myndugleiki hans stóð því stutt.

Held að Framsóknarmenn ættu að kynna sér í hverju loforð þeirra eru fólgin.  Besta leiðin til þess er fyrir flokkinn að kynna sér hvernig minnihlutastjórnir starfa í nágrannalöndunum og hvernig stuðningi við einstök mál þeirra fara í gegnum þingin í t. d. Danmörku og Noregi.

Sannfæring Framsóknar er því miður enn til sölu.  Hegðan formannsins í stjórnarmyndurnarviðræðunum staðfestir það svo ekkiv erður um villst. 

Dunni, 1.2.2009 kl. 12:10

10 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Blessaður Ómar og takk fyrir síðast, þó nokkuð sé um liðið   Er sammála hverju orði og ég held að þetta sé akkurat það sem Sigmundur og co voru að hugsa, enda augljóst að það myndi ekki verða til vinsælda fallið að tefja myndun ríkisstjórnar í stjórnlausu landi.

Já Dunni, þú ert einmitt að misskilja þetta.  Þó þín samsæriskenning sé krassandi er hún einfaldlega röng og þú hefur greinilega ekki lesið það sem ég skrifaði:  SKILYRÐIN VORU SETT FRAM STRAX Í UPPHAFI TILBOÐSINS.  Gefðu þér 30 sek og smelltu á linkinn á bakvið hástafina og kynntu þér hvar þar stendur áður en þú ferð frekar um netið og gerir Sigmundi upp skoðanir eða að hann sé strengjabrúða, búinn að selja sannfæringu sína og bla bla bla.  Þetta lá ljóst fyrir í upphafi!  Vegna þess að S og VG hafa ekki þingmeirihluta (þó B sitji hjá en greiði ekki atkvæði á móti) er augljóst að þingmenn flokksins geta ekki setið hjá í öllum málum og því verða þingmenn hans, amk hluti þeirra, að styðja það sem stjórnin gerir.  Það er ekki vitað fyrirfram hvað stjórnin hyggðist gera, því var tilboðið háð skilyrðum sem sett voru fram 21.janúar og því kristaltært  að S og VG gátu ekki skrifað uppá stjórnarsáttmála með hverju sem er án þess að Framsókn myndu samþykkja það sem þar stæði.

Karl Hreiðarsson, 1.2.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband