1. maí

Af einhverjum ástæðum fer lítið fyrir tölvunarfræðingum á 1.maí.  Á því gæti orðið breyting því ég ætla að birta hér nokkur slagorð sem henta vel á skilti sem kollegum mínum er velkomið að nota endurgjaldslaust.  Ég ætla ekki að nota þau sjálfur þar sem ég held uppá uppstigningardag í dag en ekki 1.maí.

Nauðsynlegt er hafa slagorðin í hástöfum fyrir aukin áhrif:

-STÆRRI SKJÁI, HÆRRI UPPLAUSN!
-ÓDÝRARA PEPPERONI!
-FLEIRI SJÁLFBJARGA NOTENDUR!
-DOWNLOAD SERVER Á HVERT HEIMILI!
-FÆRRI BÖGGA!
-"FÆÐINGARORLOF" VEGNA TÖLVUKAUPA!

Ég gæti haldið lengi áfram, en tölvunarfræðingur framtíðarinnar er svangur og hefur enga þolinmæði frekar en pabbinn þegar kemur að mat.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög frambærileg slagorð hjá þér og takk fyrir að skemmta skólafólki með áhugaverðum pistlum.  Þriðja slagorðið á listanum: "fleiri sjálfbjarga notendur" stingur reyndar nokkkuð í augu. Ef fleiri tölvunotendur yrðu sjálfbjarga þá yrði óneitanlega minna að gera fyrir tölvunarfræðinga, ekki satt? Það getu því varla talist stéttinni til framdráttar. Þú þyrftir samt ekki að hafa miklar áhyggjur, þú myndir alltaf fá vinnu hjá auglýsingastofu við að semja beitt slagorð ...

Dísa (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband