Grænfriðungarnir hafa smitað mig

Alltaf er ég fyrstur til að skrifa um hitamálin, ætla að taka fyrir Ísbjörninn í dag.  Ísbjörninn með stórum staf því það kemur bara einn til greina, þó björninn í Safnahúsinu á Húsavík sé tvímælalaust helsti björn landsins.

Veit að ég er kannski óraunhæfur barnalegur vitleysingur en mér fannst alveg hundfúlt að bjössi skyldi vera skotinn.  Með því er ég þó ekki að segja að björninn hefði mátt gæða sér á Skagfirðingum eins og sumir froðufellandi æsingsmenn í símatímum útvarpanna hafa ætlað stuðningsmönnum bjössa.  Ég drekk ekki kaffi þannig að ég er heldur ekki einn svokölluðu kaffihúsaspekinga.  Ég er hinsvegar miður mín yfir að björninn gat ekki fengið að búa á mínum uppáhalds skemmtistað í Reykjavík, Húsdýragarðinum, en hann fékk nánast samstundis heimboð þangað og fréttist af honum. 

Nei, það var víst hitt og þetta ekki til í landinu, við eigum lítið af fólki með Bs í ísbjarnabjörgun og við erum auðvitað svo einöngruð að það hefði tekið fleiri mánuði að redda því sem redda þarf, jafnvel ár miðað við áhersluna sem Þórunn Sveinbjarnar lagði á "ekki til í landinu".  Það lá auðvitað mjög mikið á, bjössi kom á land þarna fyrr um morguninn var það ekki?  Nei ætli einhverjir klukkutímar til eða frá hefðu skipt máli.  Örugglega hefði verið nóg framboð af skyttum til að líta eftir honum þangað til nauðsynleg aðföng hefðu borist um kvöldið með einhverri véla IE eða Icelandair.   Það var bara aldrei inní myndinni, menn fóru þarna uppeftir til að skjóta dýr í útrýmingarhættu, aldrei kom annað til greina.

Jæja, ég fer þá bara aftur í vísindatjaldið þegar ég kem í Húsdýragarðinn næst, það verður hvort sem er seint þreytt.

---
Öðlingurinn Ómar Þorgeirsson á afmæli í dag, congrats Mari! Afar vandað eintak hann Ómar.  Ætlaði að gefa þér eftirminnilega gjöf, bestu sæti í Húsdýragarðinum meðan ég glímdi við Ísbjörninn, en kappát við selina á þeirra heimavelli verður að duga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir það Kalli!

Bjössinn átti betra skilið, það er klárt. Er líka miður mín að upphafleg hugmynd þvín að gjöf sé nú ekki lengur framkvæmdarleg. En varstu samt búinn að think it trough Kalli? Ætlaðirðu að taka Lóuna til þess að hræða Bjössann, eða? Hefði sennilega verið þin helsta von.

Er búinn að spá því að Þjóðverjar komist alla leið í undanúrslit á EM þar sem þeir mæta ofjörlum sínum, hinum miklu og mætu Króötum. Það yrði gaman að horfa á þann leik með þér þegar þar að kemur. Verðum í bandi með það.

b.kv. Mari

Ómar (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Lóan hefði afvegaleitt bjössa in a heartbeat enda vita skepnur ekki hvaðan á sér stendur veðrið þegar ég fer í gírinn!  Þórkatla heitin hans Rölla hélt til að mynda alltaf að hún væri stödd útí miðjum móa þó væri í þvottahúsinu í Heiðargerðinu þegar ég hafði tekið David Blaine á hana.

Króatar eru óvenju sæmilegir í ár sem kryddar þetta óneitanlega.  Vil gjarnan horfa á þennan möguleika leik með þér, skal taka með mér tylft vasaklúta handa þér og lofa að vera ekki jafn óþolandi í leikslok og Alli eftir '99 sigurinn á Bayern.

Karl Hreiðarsson, 7.6.2008 kl. 10:48

3 identicon

Ha, Ég!!!!! Mig rámar nú ekki í að hafa verði óþolandi! Vísa þessu til föðurhúsanna.

Hinsvegar kann að vera að ég hafi verið frekar pirrandi þegar ég sigraði þig í Matador hér um árið - hei hei!!!!! Ég er gjörsamlega ósigrandi í Matador! 

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 10:52

4 identicon

Ég sé bara alls ekkert athugavert við það ef að bjööööörninn hefði fengið að gæða sér á nokkrum Skagfirðingum. T.d. er ekkert hægt að rengja það að Ísbirnir eru í útrýmingarhættu en Skagfirðingar ekki.

Jói H (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband