Hvað á maður að gera?

Nýbakaðir foreldar þurfa að læra margt og taka margar ákvarðanir sem maður hefur ekki hundsvit á fyrirfram.  Þetta hefur gengið ágætlega til þessa en nú er komið að spurningu sem allir foreldrar standa frammi fyrir einn daginn.  Er búinn að fletta uppí Baby Owner's Manual en það er handbók sem velhugsandi vinir gáfu mér í tilefni af fæðingu frumburðarins.  Bókin hentar afar vel mönnum eins og mér (eða öllu heldur eins og ég var), með tæknibakgrunn en litla reynslu af bleiuskiptingum eða barnsgráti. Málfarið er eins og í handbókum fyrir græjur heimilisins og þar af leiðandi auðskilið fyrir þennan markhóp.  Sem dæmi: "CAUTION: Never shake a baby. Shaking can lead to malfunction".  Annað dæmi, ef meiningin er að hafa samband við lækni eða spítala er ávallt sagt: "Contact the baby's service provider".  Góður nördahúmor er gulli betri en væntanlega sjaldséður í uppeldisbókmenntum.

Þetta var útúrdúr, mæli samt eindregið með þessari bók.  En já, spurningin sem ég hef verið að spyrja mig undanfarna mánuði er auðvitað þessi, hvað þarf Jakob Fróði að vera gamall til að fara á tónleika með Kiss?  Eins og þetta hlýtur að vera algeng klemma sem foreldrar 16 mánaða barna lenda í er lítið um svör á netinu og í náminu hjá Unni var af einhverjum ástæðum ekki sérstakur áfangi um þetta viðfangsefni.  Hann tók fyrstu skrefin á föstudaginn þannig að ekki mun standa á honum að fara í pittinn.

Lesendur geta sagt sitt álit í könnun sem ég setti upp hérna vinstra megin á síðunni en það sem mun ráða úrslitum er þetta: ef rúsínur eru seldar á barnum í Schleyerhalle er minn maður klár, til vara nýmjólk.  Rölli, þú ert alvanur á þýskum tónleikastöðum, er þetta ekki staðalbúnaður?

Jakob Fróði sáttur þó Pabbi sé með versta bindishnút sögunnar

Mynd: Hér má sjá okkur feðga fagna þegar miðarnir komu í hús.  Jakob Fróði er þessi unglegri til vinstri á myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Karl,

Alltaf jafn góður,

Ætli ég verði ekki að opna sálu mína og viðurkenna að ég les þig líka.Bestu kveðjur,Einar Kristján

Einar Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Klárlega að stefna drengnum á Kiss. Fyrstu orðin sem hann lærir verða þá annað hvort "Lick it up" eða "I was made for loving you baby" sem mun án nokkurs vafa hjálpa honum til við að komast yfir konur í framtíðinni og það er jú markmið hvers föðurs að aðstoða son sinn í þeim efnum.

Bið svo að heilda druslunni og þá á ég ekki við Unni.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 10.6.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Mikið er nú gaman að sjá ykkur tvo á sama staðnum þó það sé með rafrænum hætti!  Einar, fyrst við erum komnir á trúnaðarskeiðið verð ég að viðurkenna að það er bölvanlegt að þú hafir yfirgefið Ármúlann.  Snæþór er til að mynda óþarflega geðgóður, Rósin hefur ekki verið kölluð kvennalistakelling í marga mánuði og ég hef ekki heyrt ræðu um mikilvægi ungmennafélagana síðan á síðasta ári.  Agalegt.

Snæþór, ég kem þessu áleiðis við fyrsta tækifæri, bæði kveðjunni og tölvupóstinum þar sem þú ert greinilega gjörsamlega á nálum yfir að hafa notað orðin drusla og Unnur í sömu setningu!   Engar áhyggjur, Unnur er hvorki ofbeldisfull né líkleg til að taka svona komment til sín.

Karl Hreiðarsson, 10.6.2008 kl. 10:50

4 identicon

nú sko Karl, ekki það að við höfum afgreitt þetta með sms enn svona fyrir aðra...

Þar sem ég þefa uppi allt aðra hluti en rúsínur og nýmjólk er ég hef farið á menningarviðburði í þýðverjalandi þá myndi margur halda að ég væri ekki með svarið við þessu en það er ég með.....auðvitað ekki Karl, bjór og bjór að auki bratwurst með sterku sinnepi er það eina sem þarf, alveg óháð aldri. Auðvitað tekuru Fróða með, lætur hann bara stagedive-a og þá verður hann bara þar, borinn uppi af sveittum þungarokkurum og rokkhænum

góða ferð annars

rolli (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Flott mynd af ykkur feðgum, líkur mömmu sinni finnst mér.

Hallgrímur Óli Helgason, 10.6.2008 kl. 21:02

6 identicon

Auðvitað hefurðu litla rokkinn með á KISS! Geturðu ekki troðið honum í samfelluna sem við gáfum honum í fyrra?? Getur þá allavega klippt neðan af henni og þá er komin þessi fíni fíni KISS bolur og klárlega sá svalasti í bænum!

alman

alman (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:34

7 identicon

p.s. yndisleg mynd af ykkur feðgunum. Líkur mömmu sinni? -Já, getur verið en nefið er allavega þitt Karl, ég fer sko ekkert ofan af því!

alman (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:36

8 Smámynd: koppur

Myndarlegur strákur og farinn að labba líka

kv Marta Heimis.

koppur, 28.6.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband