Hvernig fyrirsögn setur maður á svona samtíning?

Skemmtilegt að koma heim í umræðu um ónýtan gjaldmiðil, þras um álver, ósamstöðu innan Ríkisstjórnarinnar og þá helst innan sama flokksins þar.  Ekki get ég sagt að ég hafi saknað þessarar umræðu sérstaklega í fríinu... Það er nú samt alltaf gott að koma heim, þrátt fyrir allt.  Þakka öðlingunum sem hýstu okkur litlu fjölskylduna í fríinu ásamt því að leiðbeina um Sviss og London (þetta er ekki sama fólkið samt) , með betri ferðum sem ég hef farið í, frábært alveg.

Jakob Fróði fór ekki með á Kiss þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning lesenda við þá tillögu.  Það var líklega skynsamleg ákvörðun enda hávaðinn í Schleyer Halle ægilegur.  Skemmtunin var í réttu hlutfalli við hávaðann, þetta var sýning með sama hætti og við pjakkarnir horfðum á aftur og aftur í gamla daga, ekkert vantaði, Gene Simmons að spúa eldi og spýta blóði, fljúgandi Paul Stanley, sprengjur og eldsúlur.  Helst vantaði reyndar félagsskapinn af vinunum en mér leið nú samt bara eins og heima hjá mér í Stuttgart, stórkostlegt land Þýskaland.

Sá Radiohead halda töluvert frábrugðna tónleika í Victoria Park í London á þriðjudag.  Átti allt eins von á tilraunakenndum hlutum og einhverri sýru miðað við sögur af tónleikum þeirra síðustu ár en svo var alls ekki, langir og frábærir tónleikar þar sem spilamennskan var ótrúlega góð.  Nýja efnið þeirra hljómar mun betur 'live' en ég hafði reiknað með fyrirfram.  Enda 2-3 tæknimenn þarna á stangli, þökkum þeim vel unnin störf.

Svo ég haldi áfram úr einu í annað... Er búinn að vera að fylgjast með webcasti af tónleikum Sigur Rósar í kvöld.  Pottþéttur lagalisti og frábært framtak, ekki síst vel valinn staður fyrir svona uppákomu.  Þegar við Unnur röltum þangað af Gullteignum á sólríkum sumardögum með teppi og bók velti maður því oft fyrir sér hvort ekki væri að hægt að nýta þetta tún betur.  Þó töluvert færi fyrir mér á teppinu var nokkuð greinilega hægt að koma fleirum fyrir þarna.

Vefsíðan með útsendingunni er með yfirskriftinni "Við stöndum með náttúrunni!"  Ég tel mig nú svo sannarlega gera það, en hef samt ekki slæma samvisku af því að styðja gerð Kárahnjúkavirkjunar, álver á Bakka og í Reyðarfirði.  Álver í Helguvík finnst mér hinsvegar vera óskynsamleg framkvæmd og ég er á móti virkjun Skjálfandafljóts, sem einhverjum hefur dottið í hug að hafa sem varaskeifu f.álver á Bakka ef illa gengur að virkja í Kröflu II.   Hvernig ég fell þá í hóp "með eða á móti náttúrunni" verða svo aðrir að dæma ef þeir vilja, það væri nú samt umræðunni til framdráttar ef fólk myndi almennt róa sig í dilkadrættinum.

---
Eins og fram hefur komið á þessari síðu áður munu Þjóðverjar hampa Evrópumeistaratitlinum á morgun.  Það er áfall fyrir knattspyrnuna ef við áhorfendur fáum ekki að sjá Ballack taka þátt í leiknum en hvort hann verður með eða ekki ræður ekki úrslitunum.  Þetta er einfaldlega vinningsvél sem mun ekki hiksta þegar á reynir.  Öll lið nema Spánn hafa átt slæman dag í þessari keppni en þeirra slæmi dagur verður á morgun.  Auðvitað verður erfitt að horfa á dáðadrengina Casillas, Torres, Alonso og Ramos tárvota í leikslok en í fótboltanum er bara ekkert jafn skemmtilegt eins og þegar Þýskaland klárar svona mót.  Ekki síst er æðislegt að finna fyrir heiftinni í garð liðsins þegar vel gengur og að hitta fyrir stuðningsmenn liðsins á óvæntum stöðum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spánverjarnir vinna þennan leik 2-1.  Fábregas mun veita Torres þá þjónustu sem hann fékk hjá Gerrard í vetur, eitthvað sem hinir spánverjarnir hafa ekki veitt honum hingað til í keppninni.  Villa verður ekki saknað, þar sem að Fernando Torres skorar bæði mörkin í skemmtilegum seinni hálfleik og verður valin maður mótsins og þú getur ekki annað en öskrað af gleði yfir sigri okkar manns...

 Flott að ferðin tókst vel hjá ykkur.

Kveðja úr skítaveðri á Akureyri,

Dóri

Dóri (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:46

2 identicon

Takk kærlega fyrir samveruna í London kæra fjölskylda :)

Því miður hélt ég með "hinu" liðinu, liðinu sem hampaði titlinum í leikslok, áttu það klárlega meira skilið miðað við spilamennskuna í gær, þó þeir hefðu að sjálfsögðu átt að setja fleiri bolta í markið..

Rannveig (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 06:53

3 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Klárlega þarf maður að gera sér ferð erlendis og kíkja á alvöru tónleika. Draumurinn væri U2, jafnvel gömlu brýnin í The Rolling Stones..

En með Þýskalandi hélt ég ekki, ég hélt með Hollandi eins og annar hver maður eftir fyrstu leikina þeirra í keppninni. Svo fór sem fór...

En hvað þessa tónleika varðar þá var því haldið hátt á lofti að saman væru komnir um 30 þús náttúruverndarsinnar sem væru komnir saman með einn tilgang,,, bla bla bla bla.....   Ef ég ætti að giska þá myndi ég halda að um 97% af þeim sem saman voru þarna komnir, voru þarna til þess að horfa á fríkeypis tónleika hjá Björk og Sigurrós. Þótt að sjálfsögðu hafi hverjum og einasta þarna verið annt um Ísland og þar með náttúruna þá var tilgangur flestra músíkin!

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 8.7.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Hvernig sem fyrirsögnin á að vera þá er kominn tími á nýtt blogg!!!

 Gætir t.d. sagt fréttir af "Sögulegum sáttum"!

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 11.7.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband