Meðmæli og mótmæli

Þrátt fyrir tölvu- og netfíkn á háu stigi reyni ég að streitast á móti því að hanga fyrir framan skjáinn á sumrin.  Ekki ýtir það undir bloggskrif eins og þið vesalings lesendur mínir vitið manna best (þið eigið þó samúð mína alla).  Skrif dagsins eru plúsar og mínusar víða að en bera keim af flakki undirritaðs.

+Ódýrt öl í kreppunni
Á Gamla Bauk á Húsavík geturðu keypt níu bjóra kort á 3.500 kr. eða 388 kr stykkið fyrir hálfan lítra!

+Gott í belginn á ferðinni
Potturinn og pannan á Blönduósi býður uppá þrælgóðan alvöru mat við þjóðveg 1 sem er fágætt. Þrátt fyrir langvarandi ástarsamband mitt við sóðalegan skyndibitamat er þetta vel þegin tilbreyting.  Fyrir okkur sem erum með gríslinga geta þeir fengið langþráða útrás í góðu barnahorni þannig að allir fara sáttir aftur af stað í leiðinlegasta kafla leiðarinnar norður.

+Mærudagar á Húsavík
Það er með eindæmum góðmennt á Mærudögum, erfitt að mæla það en efast um að aðrar bæjarhátíðir geti státað af þessu hlutfalli öðlinga.

 -Eyrnablæðingar af mannavöldum
Lagið með Helga Björns sem er verið að spila stöðugt núna er atlaga að eyrum og geðheilsu landsmanna!  Ef ég heyri þessi ósköp einu sinni enn mun ég leggja fram kæru á hendur Helga eða kaupa mér hafnaboltakylfu.  Helgi getur þó sofið rólegur (en með slæma samvisku) þar sem við eigum engin lög um glæpsamlega leiðinlega tónlist og ég hef takmarkaða reynslu af ofbeldisverkum eða löngun til að afla mér hennar.

-Saving the Icelandic news-cucumber, fréttir af Saving Iceland skrílnum
Fjölmiðlar: í Guðs bænum hættið að flytja fréttir af þessu flippi misgáfulegra skemmdarvarga.  Ég hef ekki gert á því vísindalega rannsókn en mig grunar að eftirspurnin eftir þessum fréttum sé jafn mikil
og löngun fólks til að fá ítarlega lýsingu á hverri klósettferð minni.  Ef einhver fjölmiðill vill frekar flytja fréttir af meltingunni hjá mér en þessu bulli er ég í símaskránni, með grafískum lýsingum er þetta öllu fréttnæmara en hvort 6 manns hafi setið í anddyri Landsvirkjunar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér líst vel á ölkort á Gamla Bauk.....af hverju ertu ekki þar?

Hólmdís Hjartardóttir, 26.7.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Skírn hjá einhverri efnilegustu dóttur þjóðarinnar í hádeginu, ekki kemur maður þangað angandi af kaupstaðalykt!  Það er amk vefhæfa skýringin.

Karl Hreiðarsson, 26.7.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki efast ég um að barnið...vel ættað sé efnilegt

Hólmdís Hjartardóttir, 26.7.2008 kl. 01:13

4 identicon

Ruslpóstvörnin þín er eitthvað einkennileg. Ég fékk spurninguna "Hver er summan af fimm og núlli?" Það segir sig auðvitað sjálft að maður getur ekki summað saman tölu og núll!

 En út í annað, ég treysti því að þú sért ekki einn af þeim sem stukku naktir í höfnina á Húsavík í nótt á Mærudögum. Hvað er annars Mæra? Ég skýt á að þetta sé eitthvað Húsvískt orðskrifli yfir fyllerý.

Annars er ég talsvert ósáttu við að brúðkaupið mitt og Ölmu hafi ekki ratað inn sem einn af plúsunum hér að ofan. Ég gef þér þó plús fyrir góða veislustjórnun.

 Bið að heilsa ljóðskáldinu á Húsavík og frúnum þínum tveimur.

 Kveðja frá Laugarvatni.

 Snæþór

Snæþór (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Snæþór, svörin við þessu öllu eru auðvitað næstum tilefni í nýtt blogg.  En látum athugasemd duga.

Það er ekkert mál að leggja saman tölur við núll!  Öllu verra er hinsvegar að deila með núlli.  Ef þú ert ekki sammála bendi ég á endurmenntunarkúrsa öldungadeildar MH í stærðfræði í haust.

Mæra er nammi!  Mun betra orð og óskiljanlegt að það sé ekki í almennri notkun.

Synti ekki nakinn í höfninni í gær en finnst hugmyndin heillandi og reikna með að svamla á spottanum næstu kvöld.

Brúðkaupið á svo sannarlega heima í plús-listanum, fannst bara svo over-the-top sjálfhvert að nefna veislu sem maður var sjálfur veislustjóri í þó ég hafi skemmt mér einstaklega vel þennan dag.

Karl Hreiðarsson, 27.7.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Seivíngæsland eða íslenskir náttúruverndarsinnar.

Ég er einnafhinumsvokölluðunáttúruverndarsinnumafhundraðogeittreykjavík. ´Eg rita þetta í einu orði af því ég er orðinn svo heimskur af öllu latteþambinu. Líkt og Ómar Ragnarsson er ég afar heimskur og hef aldrei dýft höndinni í kalt vatn- utan einu sinni og það var skelfileg lífreynsla. En það er að renna upp fyrir mér svolítil vitglóra. Ég held að Ísland sé beinlínis í þörf fyrir nýja ímynd og þar er álbræðsla með fulltingi okkar hreinu orku bara lífsnauðsyn. Ekki getur fegurri sjón en drekkhlaðin flutningaskip um hálfan hnöttinn með fullfermi af hinni rauðu hollustu frá Jamaiku, Vestur-Indíum og Indlandi. Þetta fær mann til að titra af þjóðarstolti. Og þó ekki síður þegar þau sigla til baka með hráefni fyrir hagvöxt heimsins og framleiðendur friðarvopna gegn illa uppöldum múslimabörnum. Og ég veit núna að fiskurinn sem gengur á vorin upp í fegurstu og dýrustu laxveiðiá Íslands verður álitlegri þegar hann verður jafnframt mettaður af útfellingunni frá fabrikkunni við ströndina. Og þó er eitt ótalið: Ef við byggjum ekki álver og nokkrar olíuhreinsunarstöðvar,- á hverju eigum við þá að l i i i i i i fa?

Ástæðan fyrir því að veldi Mayanna þurrkaðist út var skortur á álverum.

Það er fjallgrimm vissa fyrir því. 

Árni Gunnarsson, 29.7.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband