Samfélagsleg ábyrgð með flugeldakaupum

Eftir töluverðar vangaveltur um hvort ég ætti að sýna "skynsemi" og kaupa ekki flugelda þetta árið fann ég mig knúinn til að hætta þessu bulli og sýna samfélagslega ábyrgð með flugeldakaupum.  Þá er ég ekki að tala um þá eðlilegu kröfu að fólk versli flugelda af björgunarsveitunum eða líknarfélögum, heldur þá skyldu mína gagnvart nágrönnunum að ég leggi mitt í þessa stórkostlegu flugeldageðveiki sem hér er!

Ef allir ætluðu sér að spara og fylgjast bara með nágrannanum fíra upp myndum við fljótt vera komin í óefni og svartan himinn.  Það gengur auðvitað ekki enda flugeldar á pari við skemmtilegustu uppfinningar mannkynssögunnar, s.s. Playstation 3, The Office og fjarstýrða bíla.

Það er reyndar ekki svo að ég sé til sérstakrar fyrirmyndar í flugeldamálum, í besta falli meðalmaður, en þetta spilar allt rullu í heildarmyndinni á himninum.

---

Óska lesendum gleðilegs nýárs, með þökk fyrir lesturinn og athugasemdirnar á árinu.  Segi svo eins og mamma kvaddi mig alltaf þegar maður tók að fara útá á lífið (og segir reyndar enn þegar ég er f.norðan), skemmtið ykkur fallega í kvöld!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Ég er ekki frá því að Gullengið hafi bakað Breiðuvíkina í flugeldum þetta árið. Allavega leið mér frekar eins og ég væri í útför heldur á áramótum í þessum dæmalaust sprengjulausu töktum nágranna minna.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.1.2009 kl. 10:53

2 identicon

Ég hata flugelda!  Hávaðinn í þeim, fýlan af þeim og draslið sem er skilið eftir á víðavangi er ekki virði þessara örfáu augnablika sem þeir eru fallegir á himninum.  Verst af öllu eru dagarnir milli áramóta og þrettándans þegar vitlausir unglingsstrákar fikta með þetta nótt og dag.  Frekar skal ég gefa björgunarsveitunum pening með glöðu geði en þetta helvíti.  

Rósin (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Mmmmm.... lyktin! Ég ætlaði ekki að tíma að þvo mér um hendurnar eftir flugeldatörn kvöldsins á Gamlárs, það toppar ekkert ilmvatn lyktina af óbrunnu eða sprengdu púðri!  En verandi úr hófi pjattaður gerði ég það samt...

Ég er orðinn nógu gamall til að geta tekið undir með sprengingar unglingana.  Fann mig vel í hlutverki gamla sköllótta fúla kallsins þegar ég nöldraði í hóp sem var að dunda sér við að sprengja rennibraut á leikvellinum hans Jakobs Fróða um helgina. Geri samt ekki lítið úr uppeldislegri nauðsyn þess fyrir unga menn að leika með sprengiefni, já eða þannig...

Karl Hreiðarsson, 5.1.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband