Vínbúð ársins 2006 og 2007 en "stendur ekki undir væntingum"

Verandi dyggur viðskiptavinur Vínbúðarinnar í Spönginni kom þessi frétt mér verulega á óvart.  Ekki síst því mig minnti endilega að uppá vegg í búðinni væru viðurkenningar fyrir "Vínbúð ársins".  Smá gúggl og ég gat séð að hún vann þessi verðlaun hvorki meira né minna en tvö ár í röð, 2006 og 2007!  Samt er reynt að telja manni trú um að:

Húsnæðið var orðið óhentugt miðað við þá þjónustu og vöruúrval sem viðskiptavinir óskuðu eftir.

Húsnæðið og vöruúrvalið var nú samt ekki verra en svo að viðskiptavinir* ÁTVR völdu þessa verslun vínbúð ársins í flokki stærri vínbúða síðustu tvö ár! (ekki er búið að velja fyrir 2008 eftir því sem ég komst næst).

Ekki er þessi furðulegi gjörningur til að minnka áhuga minn á því að afnema einkarétt ÁTVR á sölu áfengis.  Fyrst þeir hafa ekki áhuga á að þjónusta 18.000 manna hverfi er greinilega full ástæða til að eftirláta öðrum þau viðskipti.

---

Ég blogga aldrei við fréttir en í þetta skipti gat ég ekki stillt mig, nú vitið þið lesendur góðir hvar hjarta mitt slær greinilega sem örast!

---

*Uppfært 09.01.09: Mér var bent á að viðskiptavinir veittu búðinni góðu ekki þessi verðlaun heldur gerði ÁTVR það sjálft, þakka Berki fyrir það.  Það breytir því ekki að skýringar ÁTVR hljóma þá ekki síður einkennilega, til hvers að verðlauna búð sem þeir segja nú að hafi valdið vonbrigðum í rekstri undanfarin ár?  Furðulegt.


mbl.is Vínbúð í Spönginni lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem velja hver er vínbúð ársins. Heldur er það gert af yfirmönnum ÁTVR. Þetta húsnæði var alltof lítið bæði verslunin sjálf og lagerinn bak við. Það er nú ekki langt fyrir ykkur Grafavogsbúa að renna upp í Heiðrúnu eða í Mosfellsbæinn á meðan hentugra húsnæði finnst í Grafarvoginum.

EF þú telur að það sé kostur að afnema einkarétt á sölu á áfengi skaltu aðeins google meira og kynna þér hvað slíkt hefði í för með sér. Ekki halda að þú getir bara labbað út í næstu 10-11 búð og gengið að sama úrvali þar eða gæðum. Og hvað þá verði. Þegar álagning á léttvíni er 18% (eftir hækkun frá ríkisstjórninni) þá skaltu bara gleyma því að sú álagning verði út í næstu búð. Plús þú þyrftir þá ALLTAF að gera þér ferð upp í Heiðrúnu í einu búð landsins sem mundi selja áfengi yfir 22%. Ekki láta þessu litlu heimsku Sjálfsstæðismenn blekkja þig. Þeirra barátta fyrir að afnema einkasölu áfengi er ekki til að koma til móts við neytendur .. heldur er þetta "innanhús" mál þar sem Samtök Atvinnulífins eru helstu innanbúðar menn innan Sjálfsstæðisflokksins og þetta er bara gert til að koma til móts við kaupmenn sem mun hafa MJÖG slæm áhrif á neytendur á allan hátt.

Börkur Magnússon (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:30

2 identicon

Þetta er framsóknarbúlla sem Halldór Ásgrímsson plantaði á þessum stað. Tók vínbúðina úr Mjóddinni.

Andrea (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:37

3 identicon

Já sjáum skelfileg áhrif fyrir neytendur í öðrum evrópulöndum...

Börku væntanlega á móti ESB býst ég við... eins og litlu heimsku sjálfstæðismennirnir...


ólinn (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Börkur, mér finnst ansi langt að taka mér 45 - 60 mín göngutúr aðra leið uppí Heiðrúnu, það er ekki eins og hún sé í þarnæstu götu!  En hvað sem því líður með óhentugt húsnæði hefði fyrirtæki sem ekki væri í einokunarstöðu fundið sér fyrst hentugra húsnæði og lokað þá gömlu búðinni.  Ekki gert eins og einokunarverslunin gerir, lokar og segist svo ætla að líta eftir nýju húsnæði. 

Ég veit vel að álagningarprósentan væri sjálfsagt hærri hjá einkaaðilum.  En áfengisgjaldið hérlendis er líka gríðarlega hátt og mér þætti ekki óeðlilegt að lækka það samhliða til að verð haldist á svipuðum nótum.  Ekki má gleyma því að víða erlendis er áfengi selt með lágri álagningu til að fá viðskiptavini inn til að versla aðra vöru.  Bleiur eru til að mynda seldar með mjög lágri álagningu (sumir segja reyndar niðurgreiddar) til að ná barnafólki inn í Bónus og Krónuna, er eitthvað sem kemur í veg fyrir slíkan bisness með áfengi hér? 

Annars hef ég ekki tekið eftir því hvar sem ég er erlendis, hvort sem er í stórborgum eða í pínulitlum bæjum mun minni en Reykjavík, að neytendur séu gjörsamlega í vandræðum vegna þess að hið opinbera sér ekki um að skaffa því áfengi.

Andrea, Vínbúðin í Spönginni kemur Mjóddinni ekkert við.  Þegar Vínbúðinni í Mjóddinni var lokað opnaði ÁTVR samtímis aðra búð í Garðheimum, í göngufæri frá þeirri gömlu.  En gott og vel ef þér líður betur með að kenna Halldóri Ásgrímssyni um þetta.

Karl Hreiðarsson, 7.1.2009 kl. 22:52

5 identicon

... og þetta kennir þér að blogga ekki við fréttir hehe

Inga Hrund (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:42

6 identicon

flott blogg

Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 01:02

7 identicon

Þetta er auðvitað algjört rugl. Auðvitað á að loka öllum áfengisverslunum ríkisins og banna neyslu og sölu á þessu eldvatni andskotans. Það voru framsóknarmenn sem fundu upp áfengið og ég hef margoft séð ýmsa frammámenn í flokknum bera áfengi að börnum á leikskólalóðum.

Ísland á að verða fyrsta alvöru eldvatnslausa ríkið í heiminum og hvar sem íslendingar fara um erlendis ættu þeir að dreyfa þar til gerðum áfengissprengjum til að eyða framsóknarsoranum.

Já ég vara ykkur við, framsókn er tól djöfullsins og frá flokknum hefur allt vont komið, allt frá nóa flóðinu, adolf hitler (sem er tengdur flokknum í gegnum SÍS bælið á Ysta Felli) og yfir í atómsprengjuna. Vei þeim!

Haukur í horni (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:47

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þetta er bara fyrirsláttur, kæri granni. Við vitum báðir að húsnæðið er bara ferhyrnt svæði sem þeir geta skipulagt að vild og vöruúrvalinu ráða þeir sjálfir. Það hefði verið lítið mál að endurraða í hillunum og breyta um vöruflokka. Persónulega hefði ég gjarnan viljað sjá meira af öli á flösku og minna í áli... en það er bara mín sérvizka.

Verra er að þetta rýrir þjónustustig Spangarinnar, sem ekki aðeins bitnar á íbúum heldur einnig öðrum verzlunar- og þjónustufyrirtækjum þar. Því þykja mér þetta slæm tíðindi.

Emil Örn Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 14:17

9 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Þakka þér fyrir það Birgir. 

Býð vin minn Hauk í horni velkominn, fátt er jafn hressandi en ráðlagður dagskammtur af kaldhæðni (eða vikuskammtur eins og í þessu tilfelli).

Hárrétt nágranni góður, maður hefur óneitanlega á tilfinningunni að hér búi eitthvað allt annað að baki.  Þú ert ekki einn um þessa gler-sérvisku, sýnist að okkur væri vel treystandi til að ráðleggja ÁTVR mönnum um skipulag hinnar nýju verslunar, þ.e. ef raunverulega stendur til að koma henni á koppinn!  

Karl Hreiðarsson, 8.1.2009 kl. 21:05

10 identicon

Vinur, þú átt alla mína samúð í þessum málum. 

Þetta gefur þér þó tækifæri til að gerast vildarviðskiptavinur Heiðrúnar, sem er sérlega hentugt þessa dagana, í ljósi þess að sú búð er sú eina sem selur besta fáanlega bjór á landinu, Carling.  Þessi drykkur frá okkar fyrrum vinaþjóð hefur í dag úrslitavald yfir því hvar ég versla.  Varðandi það að afnema einkarétt á áfengissölu, þá hefur mín afstaða breyst síðustu árin. Ég var fylgjandi því hér um tíma, en aukinn fjöldi verslana, lengri opnunartímar, aukið úrval (og ýmislegt fleira) hefur dregið úr því.

Þín vegna vona ég að þeir opni aðra vínbúð á svæðinu sem allra fyrst, en eins og nágranni þinn bendir svo réttilega á, þá á einmitt slík verslun langbest heima í Spönginni, vegna samlegðaráhrifa.

Jón Ívar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:13

11 identicon

Segir það sig ekki þá bara sjálft að verðlaunin sem þeir veita sjálfir - vínbúð ársins - er auglýsingartrix, ætlað til að vekja athygli á viðkomandi verslun. Þeir eru með allskonar markaðstrix og jáá...

þetta er náttla bara eitthva plott..

ble

rölli (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband