Áhættufjárfestirinn ég

Síðustu mánuði hefur mér æ oftar fundist ég vera spákaupmaður og áhættufjárfestir.  Ekki er þessi tilfinning tilkomin vegna æsilegra viðskipta minna í Kauphöllinni.  Neibb, hreint ekki.  Í utanlandsferð okkar í júní náði ég að kaupa pund sem kostuðu frá 155 - 170 krónur.  Nú er ekki eins og ég hafi verið í London í fleiri vikur, nei, ein vika bauð uppá þessa fjölbreytni.  Þannig að í hvert skipti sem ég borgaði með kreditkortinu eða fór í hraðbankann án þess að vera búinn að taka stöðuna á genginu var maður með öndina í hálsinum, gjörsamlega grunlaus um raunverulegt verð.

Kosturinn við þessa bilun er auðvitað sú að maður kaupir auðvitað mun minna en venjulega erlendis og það vinnur mér inn punkta hjá Seðlabankastjóranum sem er búinn að vera hundsvekktur við mig fyrir að hafa skipt um bíl í ár.

Hin hliðin á áhættufjárfestingum mínum að undanförnu eru bensínkaup.  Ég hef sérhæft mig í að fylla bílinn daginn sem bensín hækkar um 6-8 kr. eða degi áður en einhver stöðin býður uppá 10 kr. framkvæmda- eða opnunarafslátt.  Því er ég alltaf hikandi við dæluna.  Á ég að hanga á síðustu dropunum eitthvað lengur eða fylla áður en þeir hækka aftur?  Þumalputtareglan virðist þó vera þessi, bensínverð sem fer upp hérlendis, fer ekki aftur niður þannig að ég er á höttunum eftir 200 lítra tunnu til að geyma í skottinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lifir á brúninni Karl! 

Ég hef verið svona álíka heppin og þú varðandi bensínkaupin.. ákvað bara að selja bílinn og flytja úr landi áður en þetta brjálæði byrjaði hehe

Rannveig (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 07:28

2 identicon

Sæll

 Ég get geymt fyrir þig allt það eldsneyti sem þú vilt í tankinum á jeppanum.

Snæþór (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég er sko steinhættur að setja meira en u.þ.b. 2.000,- króna virði af benzíni á bílinn minn í hvert skipti. Það er aldrei að vita nema maður lendi í ákeyrslu og bílinn verði ónýtur... og þá ætla ég sko ekki að vera á fullum tanki.

Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2008 kl. 16:08

4 identicon

Takk fyrir síðast elsku Kalli minn!

Spurðu bara Snæþór. Hann er ótrúlega naskur á þessar hækkanir/lækkanir varðandi bensínkaup. Um daginn sagði hann við mig "ætla ekki að fylla bílinn í dag.. allar líkur á að bensínið lækki áður en langt um líður." Viti menn! Daginn eftir kom fréttatilkynning um lækkun á eldsneytisverði. Ég hef ekki séð þessa spákúlu hans sem eldsneytisverð nánustu framtíðar birtist í en hún er allavega að virka!

alman

alman (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband