Ignorance is bliss

Ég er á því að ástandið í þjóðfélaginu hafi snöggtum batnað síðustu vikuna.  Fyrir því get ég því miður ekki fært nein rök en það hefur lygileg áhrif á lundina að hlusta "bara" á 2-3 fréttatíma á dag í stað 10-15.  Fyrirfram hélt ég að þetta væri lífsins ómögulegt fyrir fréttafíkil en hlutirnir eru hreinlega ekki að gerast það hratt að maður sé að missa af neinu.  Hversu margar fréttir ætli maður hafi lesið um að líklega verði tilkynnt um lán frá IMF í dag eða á morgun?  Já eða hversu oft hefur maður lesið að ekki verði tilkynnt um lán frá IMF í dag?

Alltof oft, tímanum er betur varið í allt annað. 

Ég hef eins og aðrir verið hugsi yfir ástandinu og hvernig við komum okkur í það.  Allt tal um að nú séum við svo upptekin við að halda sjó að við höfum ekki tíma til að skoða orsakirnar er algjört kjaftæði.  Þeir sem eru uppteknir í stjórnkerfinu vegna bankaþrotsins eru hvort eð er ekki fólkið sem á að stýra slíkri úttekt.  Ég er ekki svo barnalegur að halda því fram að minn flokkur sé saklaus í þessu og myndi koma hvítþveginn út úr slíkri yfirferð.  Þó er ég viss um að núverandi Ríkisstjórn hafi gert illt verra með gríðarlegri aukningu ríkisútgjalda í fjárlagafrumvarpinu f.2008 og svo var sofandahátturinn fram í lok  september náttúrulega einstakur.  Þá fyrst sáu menn ástæðu til að vinna fram á nætur, boða til sín bankastjóra, verkalýðshreyfinguna, forsvarsmenn SA og lífeyrissjóðina ofl.  1.maí var mér eins og fleirum nóg boðið af hinu "yfirvegaða aðgerðaleysi" og skrifaði þetta nöldur.  Síðan liðu ansi margir mánuðir og staðan batnaði lítið á meðan, þarna er ég til að mynda að barma mér yfir 24,3% veikingu GVT á árinu!  Það þætti nú ekki slæmt í dag að hafa gengið þar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Richter

Algjörlega sammála þér Karl.  Ég er farin að hlakka svo til þegar öll þessi neikvæða umræða verður ekki númer 1 í öllum fréttatímum, þ.e. þegar frétta og blaðamennirnir fara að hafa um eitthvað annað að tala.  Núna heyrist ekki hósta eða stuna um stríðið í Írak eða hvað Íranir eru vondir menn, sem fyrir nokkrum vikum voru aðal fréttirnar.  Fækkum fréttatímum !!!

María Richter, 23.10.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband